spot_img
HeimEfnisorðUndir halastjörnu (Mihkel)

Undir halastjörnu (Mihkel)

Aðsókn | “Kona fer í stríð” nálgast 20 þúsund gesti í kjölfar Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Sýningar eru hafnar á ný á kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum sem og fern verðlaun í Lubeck. Myndin nálgast 20 þúsund gesta markið. Rúmlega 51 þúsund hafa nú séð Lof mér að falla og Undir halastjörnu er komin yfir þrjú þúsund gesti.

Cineuropa um “Undir halastjörnu”: Fórnin á Mikjálsmessu

"Áhorfendum er talið trú um að þeir séu um það bil að horfa á enn eina Nordic Noir myndina, en smám saman færist leikurinn yfir á svið hins líkamlega hryllings," segir Tristan Priimägi hjá Cineuropa um Undir halastjörnu Ara Alexanders.

Morgunblaðið um “Undir halastjörnu”: Harmleikur úr samtímanum

Brynja Hjálmsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Undir halastjörnu eftir Ara Alexander og segir hana fagmannlega unna en hefði mátt við meiri spennu. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fimm.

“Undir halastjörnu” frumsýnd

Sýningar á kvikmyndinni Undir halastjörnu (áður Mihkel) eftir Ara Alexander Ergis Magnússon hefjast á morgun 12. október í Senubíóunum.

[Stikla] “Undir halastjörnu” frumsýnd 12. október

Kvikmyndin Undir halastjörnu (áður Mihkel) eftir Ara Alexander Ergis Magnússon verður frumsýnd 12. október. Stikla myndarinnar hefur litið dagsins ljós og má skoða hér.

Screen nefnir fjórar væntanlegar íslenskar myndir sem freista munu hátíða á árinu

Screen fjallar um 15 norrænar myndir sem fagritið telur að stjórnendur kvikmyndahátíða muni slást um á árinu. Þar af eru fjórar íslenskar: Vargur eftir Börk Sigþórsson, Mihkel eftir Ara Alexander, Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson og Alma eftir Kristínu Jóhannesdóttur.

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda á leiðinni uppá tjald á næstunni

Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.

Tökum á “Mihkel” lokið

Tökum var að ljúka í Eistlandi á spennudrama Ara Alexanders Magnússonar, Mihkel. Myndin verður frumsýnd næsta vetur en hún byggir lauslega á einu umtalaðasta sakamáli síðari ára, líkfundarmálinu á Neskaupstað árið 2004.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR