Aðsókn | „Kona fer í stríð“ nálgast 20 þúsund gesti í kjölfar Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Halldóra Geirharðsdóttir í Kona fer í stríð.

Sýningar eru hafnar á ný á kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum sem og fern verðlaun í Lubeck. Myndin nálgast 20 þúsund gesta markið. Rúmlega 51 þúsund hafa nú séð Lof mér að falla og Undir halastjörnu er komin yfir þrjú þúsund gesti.

Alls sáu 832 gestir Lof mér að falla í vikunni, en heildarfjöldi gesta er 51,408 manns eftir 9 sýningarhelgar.

19,270 hafa nú séð Kona fer í stríð á 24. sýningarhelgi.

256 sáu Undir halastjörnu í síðustu viku, en alls eru gestir 3,167 eftir 4. helgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 29. okt. - 4. nóv. 2018

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
9Lof mér að falla832 51,40850,576
24Kona fer í stríð-19,270 -
4Undir halastjörnu256 3,1672,911
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR