33 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2019

Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 33 alþjóðleg verðlaun á árinu 2019. Hæst bera verðlaun til handa Ingvari E. Sigurðssyni fyrir Hvítan, hvítan dag í Cannes (Critics’ Week) og aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins í Locarno fyrir Bergmál Rúnars Rúnarssonar.

Verðlaunin voru 69 árið 2018, 79 árið 2017 og 71 árið 2016. 2015 voru verðlaun alls 102, 2014 voru þau 34 og 33 2013.

Alls fengu 7 bíómyndir, 2 heimildamyndir og 1 stuttmynd verðlaun 2019. Hvítur, hvítur dagur hlaut flest verðlaun eða 12 talsins.

Verðlaun til íslenskra kvikmynda á árinu (miðað er við alþjóðlegar hátíðir, óháð staðsetningu)

Sjá má allar fréttir um verðlaun til íslenskra kvikmynda hér (hvar, hvenær, hverskonar verðlaun).

Hér að neðan er að finna samantekt á verðlaununum. 

BÍÓMYNDIR:

Bergmál (leikstjóri: Rúnar Rúnarsson)

Hlaut aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins á kvikmyndahátíðinni í Locarno í Sviss, 7. – 17. ágúst.
Rúnar Rúnarsson hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn í aðalkeppni (Ribera del Duero) á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Seminci í Valladolid á Spáni, 19. – 26. október.
Vann til Interfilm kirkjuverðlaunanna á á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi, 29. október – 3. nóvember.
Kjartan Sveinsson vann til tónskáldaverðlaunanna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Les Arcs fyrir tónlist sína í Bergmál. Hátíðin fór fram dagana 14. – 21. desember í Frakklandi.

End of Sentence (leikstjóri: Elfar Aðalsteins)

Hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Mannheim-Heidelberg, Þýskaland, 14. – 24. nóvember.

Hvítur, hvítur dagur (leikstjóri: Hlynur Pálmason)

Ingvar Sigurðsson valinn besti leikarinn (Louis Roederer Foundation Rising Star Award) á International Critics’ Week -Cannes, 15. – 23. maí
Ingvar Sigurðsson hlaut leikaraverðlaunin á Transilvania International Film Festival, 31. maí – 6. júní
Vann til aðalverðlaunanna sem besta myndin (Propeller of Motovun) á kvikmyndahátíðinni í Motovun í Króatíu, 23. -27. júlí
Hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar í flokknum besta alþjóðlega myndin á Zurich Film Festival í Sviss, 26. september – 6. október.
Vann til aðalverðlaunanna sem besta leikna kvikmyndin (Jury Selection for Best Narrative Feature) og Ída Mekkín Hlynsdóttir sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir leik sinn í myndinni á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Hamptons í Bandaríkjunum, 10. – 14. október.
Ingvar Sigurðsson valinn besti leikarinn á Festival du nouveau cinéma í Montreal, Kanada, 9. – 20. október.
Valin besta Norræna kvikmyndin á Nordic International Film Festival, New York, 16. – 20. október.
Vann til aðalverðlaunanna (NDR Film Prize) fyrir bestu kvikmynd á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi, 29. október – 3. nóvember.
Vann þrenn verðlaun á Torino Film Festival á Ítalíu, 22. – 30. nóvember. Myndin hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar fyrir bestu kvikmyndina, AVANTI! verðlaunin og sérstaka dómnefndarviðurkenningu fyrir besta handrit.

Kona fer í stríð (leikstjóri: Benedikt Erlingsson) – vann einnig til verðlauna árið 2018

Vann til áhorfendaverðlaunanna á Tromsö International Film Festival, 14. – 20. janúar
Davíð Þór Jónsson hlaut HARPA Nordic Film Composers Award fyrir tónlist sína við kvikmyndina.

Lof mér að falla (leikstjóri: Baldvin Z)
Vann til „Most disturbing feature film“ verðlaunanna á Ramdam Festival Belgium, 12. – 22. janúar
Kristín Þóra Haraldsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar (Mentions Spéciales Prix d’interprétation féminine) á Mamers en Mars, 15. – 17. mars
Valin besta mynd unga fólksins á Oulu barna- og unglingamyndahátíðinni, Finnland, 18. – 24. nóvember

Tryggð (leikstjóri: Ásthildur Kjartansdóttir)

Hlaut verðlaunin „Sigillo della pace“ eða friðarverðlaunin voru veitt af borgarstjóra Flórensborgar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Cinema e Donne, Flórens, Ítalía, 20. – 24. nóvember.

Hjartasteinn (leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson)

Forteca International Film Festival, Montenegro, besta myndin.

STUTTMYNDIR:

Kanarí (leikstjóri: Erlendur Sveinsson)

Hlaut „Vimeo Staff Pick“ verðlaunin á Aspen Shortsfest, 2. – 7. apríl

HEIMILDAMYNDIR:

In Touch (leikstjóri: Pawel Ziemilski) – vann einnig til verðlauna árið 2018

Hlaut „The Human Value Award“ á 21st Thessaloniki Documentary Festival, 1. – 10. mars
Millennium Docs Against Gravity, Poland. Special Mention in Wrocław
International Documentary Film Festival OFF CINEMA, Poland. Bronze Castle Award
Festiwal Mediów Człowiek w Zagrożeniu, Łódź – Poland
The Festiwal Kamera Akcja Young Critics’ Award, The „Patient Eye“ award
Kino z duszą – Wawa, Poland, Special Mention
Human Doc Festival, Poland. GRAND PRIX prize for the Best Polish movie

The seer and the unseen (leikstjóri: Sara Dosa)

Vann til „The McBaine Bay Area Documentary Feature Award“ á San Francisco International Film Festival, 10. – 23. apríl

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR