102 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2015

Grímur Hákonarson þakkar fyrir sig og sína eftir afhendingu Un Certain Regard verðlaunanna í Cannes 23. maí 2015.
Grímur Hákonarson þakkar fyrir sig og sína eftir afhendingu Un Certain Regard verðlaunanna í Cannes 23. maí 2015.

2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 17 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).

Þá er einnig óvenjulegt að þrjár bíómyndir (Hrútar, Fúsi og Þrestir) séu afar sterkar á hátíðum á sama árinu (oftar er þetta 1 mynd, stundum tvær, stundum engin) og í raun má bæta einni stuttmynd við, Hvalfirði, sem kom út 2013 en hefur tekið en fleiri verðlaun 2015 en á hinum tveimur samanlagt.

Hæst bera Un Certain Regard verðlaunin í Cannes til Hrúta Gríms Hákonarsonar, Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Fúsa Dags Kára sem og þrenn verðlaun á Tribeca hátíðinni til sömu myndar, aðalverðlaun San Sebastian hátíðarinnar til Þrasta Rúnars Rúnarssonar og Nordisk Panorama verðlaunin til stuttmyndarinnar The Pride of Strathmoor eftir Einar Baldvin.

Einnig verður að geta Golden Globe verðlauna Jóhanns Jóhannssonar fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything, en Jóhann hlaut einnig tilnefningu til Óskarsverðlauna. Þá var Fúsi sýnd í sérstöku hátíðarslotti á Berlinale og Everest Baltasars Kormáks hlaut mikla alþjóðlega athygli sem opnunarmynd Feneyjarhátíðarinnar. Baltasar var einnig verðlaunaður af Samtökum bandarískra kvikmyndahúsa á árinu og Everest gerði ágætlega í miðasölunni, tók yfir 200 milljónir dollara í tekjur.

Það er því nokkuð óhætt að segja að íslenskar kvikmyndir og kvikmyndagerðarmenn hafi verið nokkuð áberandi á alþjóðlegum vettvangi á árinu enda sá fagmiðillinn Variety sérstaka ástæðu til að vekja athygli á því, sjá hér.

Verðlaun til íslenskra kvikmynda á árinu (miðað er við alþjóðlegar hátíðir, óháð staðsetningu)

Sjá má allar fréttir um verðlaun til íslenskra kvikmynda hér (hvar, hvenær, hverskonar verðlaun).

BÍÓMYNDIR:

HRÚTAR: Alls 22 verðlaun 2015 og því sú bíómynd íslensk sem hlotið hefur flest verðlaun (Hross í oss kemur næst með 19 verðlaun). Meðal annars Un Certain Regard verðlaunin í Cannes í Frakklandi, besta myndin, besti leikstjórinn og verðlaun æskunnar á Valladolid hátíðinni á Spáni og Gullna augað á Kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss. Hlaut einnig tilnefningu til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og var framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna.

Cannes Film Festival, Cannes, Frakklandi, 13. – 24. Maí. Vann Un Certain Regard verðlaunin.
Thessaloniki International Film Festival, Þessalóníku, Grikklandi, 6. – 15. nóvember. Vann fyrir bestu mynd (Golden Alexander Theo Angelopoulos).
Transilvania International Film Festival, Cluj-Napoca, Rúmeníu, 27. maí – 5. júní. Vann sérstök dómnefndarverðlaun og áhorfendaverðlaun hátíðarinnar.
European Film Festival Palic, Palic, Serbíu, 18. – 24. júlí. Vann Gullna turninn (Golden Tower) fyrir bestu mynd.
International Cinematographers’ Film Festival Manaki Brothers, Bitola, Makedóníu,18. – 27. september. Valin besta evrópska myndin.
Zürich Film Festival, Zürich, Sviss, 24. september – 4. október. Vann Gullna augað (Golden Eye) fyrir bestu mynd.
Tofifest, Torun, Póllandi, 18. – 25. október. Valin besta leikna myndin (Grand Prix Golden Angel).
Camerimage, Bydgoszcz, Póllandi, 14. – 21. nóvember. Kvikmyndatökumaðurinn Sturla Brandth Grøvlen vann Silfurfroskinn (Silver Frog).
Seminci – Valladolid International Film Festival, Valladolid, Spáni, 24. – 31. október. Vann Gullna gaddinn (Golden Spike) fyrir bestu mynd, Pilar Miró verðlaunin fyrir besta nýja leikstjóra og Ungliðaverðlaun (Youth Prize) aðalkeppninnar.
Riga International Film Festival, Ríga, Lettlandi, 15. – 25. október. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
Saint Jean-de-Luz International Film Festival, Saint Jean-de-Luz, Frakklandi, 6. – 10. október. Grímur Hákonarson valinn besti leikstjórinn.
Hamptons International Film Festival, Hamptons, Bandaríkjunum, 8. – 12. október. Valin besta leikna myndin.
Pau Film Festival, Pau, Frakklandi, 4. – 8. nóvember. Vann Bleu Beurn áhorfendaverðlaunin.
Nordische Filmtage Lübeck, Lübeck, Þýskalandi, 4. – 8. nóvember. Vann verðlaun frá baltneskri dómnefnd hátíðarinnar fyrir framúrskarandi norræna kvikmynd.
Denver Film Festival, Denver, Bandaríkjunum, 4. – 15. nóvember. Vann Krzysztof Kieslowski verðlaunin fyrir bestu mynd.
Minsk International Film Festival – Listapad, Minsk, Hvíta Rússlandi, 6. – 13. nóvember. Vann áhorfendaverðlaun og sérstök verðlaun borgarstjórnar Minsk.
Ljubljana International Film Festival, Ljubljana, Slóveníu, 11. – 22. nóvember. Vann fyrir bestu kvikmynd (Kingfisher Award).
Algiers International Film Festival, Alsír, desember. Vann aðalverðlaun hátíðar.

FÚSI: Alls 14 verðlaun, þar á meðal Norrænu kvikmyndaverðlaunin og þrenn verðlaun á Tribeca hátíðinni í New York.

Tribeca Film Festival, New York, Bandaríkjunum, 11. – 26. apríl. Vann þrenn verðlaun; fyrir bestu mynd, besta handrit (Dagur Kári) og besta leikara (Gunnar Jónsson).
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs, Reykjavík, Íslandi, 27. október. Vann kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bestu norrænu kvikmynd ársins.
CPH PIX, Kaupmannahöfn, Danmörku, 9. – 22. apríl. Vann  áhorfendaverðlaun Politiken.
Motovun Film Festival, Motovun, Króatíu, 25. – 29. júlí. Gunnar Jónsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í myndinni.
Seminci – Valladolid International Film Festival, Valladolid, Spáni, 24. – 31. október. Gunnar Jónsson valinn besti leikarinn.
Nordische Filmtage Lübeck, Lübeck, Þýskalandi, 4. – 8. nóvember. Vann til áhorfendaverðlauna hátíðarinnar, Interfilm kirkju verðlauna hátíðarinnar og Gunnar Jónsson hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir leik sinn í myndinni.
Arras International Film Festival, Arras, Frakklandi, 6. – 15. nóvember. Vann fyrir bestu mynd og Gunnar Jónsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir besta leik.
Cairo International Film Festival, Kaíró, Egyptalandi, 13. – 19. nóvember. Dagur Kári valinn besti leikstjórinn.
Marrakech International Film Festival, Marrakech, Marokkó, 4. – 12. desember. Gunnar Jónsson valinn besti leikarinn.

ÞRESTIR: Alls 10 verðlaun, þar á meðal aðalverðlaun San Sebastian hátíðarinnar á Spáni, tvenn verðlaun í Sao Paulo í Brasilíu og fern verðlaun á Les Arcs hátíðinni í Frakklandi.

San Sebastián International Film Festival, Donostia-San Sebastián, Spáni, 18. – 26. september. Vann Gullnu skelina (Golden Shell) fyrir bestu mynd.
Warsaw International Film Festival, Varsjá, Póllandi, 9. – 18. október. Valin besta myndin í 1-2 keppninni.
Chicago International Film Festival, Chicago, Bandaríkjunum, 15. – 29. október. Vann Silver Hugo verðlaunin í New Directors keppninni.
Sao Paulo International Film Festival, Sao Paulo, Brasilíu, 22. október – 4. nóvember. Valin besta myndin í flokki nýrra leikstjóra og vann fyrir besta handrit.
Thessaloniki International Film Festival, Þessalóníku, Grikklandi, 6. – 15. nóvember. Vann fyrir framúrskarandi listrænt framlag (Artistic Achievement Award).
Les Arcs Film Festival, Les Arcs, Frakklandi, 12. – 19. desember. Vann fern verðlaun; fyrir bestu mynd, besta leikara (Atli Óskar Fjalarsson), bestu kvikmyndatöku (Sophia Olsson) og fjölmiðlaverðlaun (Press Prize) hátíðarinnar.

VONARSTRÆTI: Tvö alþjóðleg verðlaun auk tólf Edduverðlauna.

Mamers en Mars, Mamers, Frakklandi, 13. – 15. mars. Vann áhorfendaverðlaun hátíðarinnar.
Febiofest, Prag, Tékklandi, 19. – 27. mars. Valin besta myndin.

AFINN: Ein verðlaun.

Tiburon International Film Festival, Belvedere Tiburon, Bandaríkjunum, 9. – 17. apríl. Vann verðlaun fyrir bestu gamanmynd.

HEIMILDAMYNDIR:

SVARTIHNJÚKUR: Ein verðlaun.

International Historical and Military Film Festival, Varsjá, Póllandi, 8. – 12. september. Vann bronsverðlaun í flokki kvikmynda um hernað.

ÞEIR SEM ÞORA: Tvenn verðlaun.

EstDocs, Toronto, Kanada, 15. – 20. október. Vann áhorfendaverðlaun hátíðar fyrir bestu mynd.

Nordic Film Days Lübeck: Sérstök viðurkenning dómnefndar (honorary mention).

STUTTMYNDIR:

HVALFJÖRÐUR: Alls 28 verðlaun á árinu. Myndin hefur fengið alls 43 verðlaun frá upphafi, en hún kom út 2013 og vann þá meðal annars dómnefndarverðlaun á Cannes. Líklega önnur mest verðlaunaða kvikmynd íslensk á eftir annarri stuttmynd, Smáfuglum eftir Rúnar Rúnarsson, sem hlotið hefur alls 67 verðlaun.

El Corto del Año, Madríd Spáni, 5. – 16. janúar. Vann dreifingarverðlaun.
Kustendorf International Film and Music Festival, Belgrad, Serbíu, 21. – 26. janúar. Vann Bronseggið.
Mizzica Film Festival, Ítalíu, 11. – 16. maí. Vann aðalverðlaun hátíðar.
Caserta Independent Film Festival – Cinema dal Basso, Caserta, Ítalíu, 18. – 20. maí. Vann aðalverðlaun hátíðar.
Brooklyn Film Festival, New York, Bandaríkjunum, 29. maí – 7. júní. Ágúst Örn B. Wigum vann verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu leikara.
Festival Internacional de Cine Rural Carlos Velo, Spáni, 26. – 27. júní. Vann fyrir bestu leiknu mynd.
Festival Joven de Cortometrajes de Huétor Vega, Spáni, 10. júlí. Vann önnur verðlaun aðalkeppninnar, Ágúst Örn B. Wigum hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir besta leikara og Guðmundur Arnar Guðmundsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir besta handrit.
Festival Internacional de Cine Independiente de Elche, Elche, Spáni, 17. – 24. júlí. Vann Evrópuverðlaunin fyrir bestu stuttmynd.
Cortosplash, Ítalíu, 23. – 25. júlí. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
Mostremp Cinema Rural, Spáni, 1. – 31. ágúst. Vann aðalverðlaun hátíðar.
Cebu International Film Festival, Filippseyjum, 17. – 21. ágúst. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
Avvantura Film Festival Zadar, Zadar, Króatíu, 20. – 26. ágúst. Vann fyrir bestu stuttmynd.
Lessinia Film Festival, Bosco Chiesanuova, Ítalíu, 22. – 30. ágúst. Vann dómnefndarverðlaun Montorio fangelsisins.
Chefchaouen International Film Festival, Chefchaouen, Marokkó, 9. – 13. september. Vann önnur verðlaun hátíðar.
North Carolina Film Award, Bandaríkjunum, 19. september. Hlaut viðurkenningu stofnanda.
Riurau Film Festival, Xàbia (Alacant), Spáni, 25. – 27. september. Gunnar Auðunn Jóhannsson vann verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku.
Trani Film Festival, Trani, Ítalíu, 28. – 30. september. Vann dómnefndarverðlaun.
Festival Internacional de Cine de Puerto Madryn, Puerto Madryn, Argentínu, 1. – 4. október. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
Filmfest Eberswalde – Provinziale, Þýskalandi. 3. – 10. október. Vann sérstök dómnefndarverðlaun fyrir bestu stuttmynd.
Nonèmaitroppo Corto, Argentínu, 6. – 10. október. Ágúst Örn B. Wigum vann verðlaun fyrir besta leikara og Gunnar Auðunn Jóhannsson vann verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku.
Int. FRONTALE Film Festival, Austurríki, 14. – 17. október. Vann fyrir bestu stuttmynd.
Festival de Cine de Santander, Santander, Spáni, 17. – 24. október. Vann fyrir bestu leiknu stuttmynd.
Festival Internacional de Jovenes Realizadores de Granada, Granada, Spáni, 19. – 25. október. Vann fyrir bestu alþjóðlegu stuttmynd.
24fps International Short Film Festival, Abilene, Bandaríkjunum, 6. – 7. nóvember. Vann aðalverðlaun dómnefndar.
Festival Internacional de Cine de Cartagena, Cartagena, Spáni, 29. nóvember – 5. desember. Guðmundur Arnar Guðmundsson vann verðlaun fyrir besta leikstjóra.

ÁRTÚN: Önnur stuttmynd frá Guðmundi Arnari Guðmundssyni, hlaut 5 alþjóðleg verðlaun á árinu.

Festival Europeu de Curtmetratges, Reus, Spáni, 11. – 15. mars. Vann fyrir bestu stuttmynd.
RiverRun International Film Festival, Winston-Salem, Bandaríkjunum, 16. – 26. apríl. Hlaut heiðursviðurkenningu.
Minimalen Short Film Festival, Tromsø, Noregi, 22. – 26. apríl. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
SPOT Festival, Árósum, Danmörku, 30. apríl – 3. maí. Vann fyrir bestu leiknu mynd.
Ale Kino! – International Young Audience Film Festival, Poznan, Póllandi, 29. nóvember – 6. desember. Vann fyrir bestu stuttmynd fyrir ungt fólk.

HJÓNABANDSSÆLA: Stuttmynd Jörundar Ragnarssonar hlaut þrenn verðlaun á árinu en hefur hlotið alls fjögur.

Prague Short Film Festival, Prag, Tékklandi, 15. – 18. janúar. Vann sérstök dómnefndarverðlaun.
New York International Short Film Festival, New York, Bandaríkjunum, 26. – 28. maí. Vann fyrir bestu erlendu mynd.
Tel Aviv International Student Film Festival, Tel Aviv, Ísrael, 19. – 24. júní. Vann fyrir besta handrit.

ÞÚ OG ÉG: 1 verðlaun til þessarar stuttmyndar Ásu Helgu Hjörleifsdóttur.

Brest European Short Film Festival, Brest, Frakklandi, 10. – 15. nóvember. Vann sérstök verðlaun héraðsstjórnar Bretagne.

SUB ROSA: Ein verðlaun, bandarísk, til þessarar stuttmyndar Þóru Hilmarsdóttur.

San Diego Film Festival, San Diego, Bandaríkjunum, 30. september – 4. október.Vann fyrir bestu stuttmynd.

SAGAN ENDALAUSA: Þessi stuttmynd Elsu G. Björnsdóttur hlaut ein verðlaun.

Clin d’oeil, Reims Frakklandi: Aðal stuttmyndaverðlaun hátíðarinnar.

ZELOS: Stuttmynd Þórönnu Sigurðardóttur hlaut 4 verðlaun.

Palm Springs International Shortfest, Palm Springs, Bandaríkjunum, 16. – 22. júní. Þóranna Sigurðardóttir vann Alexis verðlaunin fyrir besta upprennandi kvikmyndagerðarmann og myndin hlaut önnur verðlaun í flokki leikinna stuttmynda undir 15 mínútum.
Flickers: Rhode Island International Film Festival, Providence, Bandaríkjunum, 4. – 9. ágúst. Vann fyrstu verðlaun í flokki vísindaskáldskaps og fantasía.
Montreal World Film Festival – Student Festival, Montreal, Kanada, 29. ágúst – 2. september. Vann verðlaun fyrir bestu tilraunakenndu framleiðslu.

THE PRIDE OF STRATHMOOR: Vann fimm verðlaun á árinu, þar á meðal Nordisk Panorama verðlaunin í stuttmyndaflokki, leikstjóri Einar Baldvin.

Slamdance, Park City, Bandaríkjunum, 23. – 29. janúar. Vann dómnefndarverðlaun fyrir bestu kvikuðu stuttmynd.
Florida Film Festival, 10. – 19. apríl. Vann aðalverðlaun dómnefndar fyrir bestu kvikuðu stuttmynd.
Animasivo Festival, Zamora, Mexíkó, 19. – 22. ágúst. Vann fyrir bestu alþjóðlegu stuttmynd.
Fantoche International Animation Festival, Baden, Sviss, 2. – 5. september. Einar Baldvin vann New Talent verðlaun hátíðarinnar.
Nordisk Panorama, Malmö, Svíþjóð, 18. – 23. september. Vann fyrir bestu norrænu stuttmynd.

REGNBOGAPARTÝ: Stuttmynd Evu Sigurðardóttur hlaut ein verðlaun.

London Calling, Lundunúm, Englandi, 10. september. Vann aðalverðlaunin á London Calling verðlaunahátíðinni.

BROTHERS: Útskriftarmynd Þórðar Pálssonar frá NFTS hlaut ein verðlaun.

Palm Springs International Shortfest, Palm Springs, Bandaríkjunum, 16. – 22. júní. Hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar.

Athugið: Klapptré freistar þess að hafa þessar upplýsingar réttar. Sjái einhver að upplýsingar vanti eða séu ekki réttar er hægt að senda póst á ritstjori@klapptre.is.

Uppfært 20. janúar 2016: Í ljós hefur komið við frekari eftirgrennslan að verðlaun voru verulega vantalin, þau voru ekki 91 árið 2015 eins og sagði í upphaflegri frétt, heldur 102. Þetta hefur verið uppfært.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR