HeimEfnisorðHjónabandssæla

Hjónabandssæla

102 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2015

2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).

“Hvalfjörður” og “Hjónabandssæla” verðlaunaðar

Hvalfjörður er enn að moka inn verðlaunum, tveimur árum eftir frumsýningu og nú tvenn; í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Önnur stuttmynd Guðmundar Arnars, Ártún, er einnig á verðlauna- og hátíðarúntinum en fyrsta mynd hans í fullri lengd, Hjartasteinn, verður tekin upp síðsumars. Þá má og geta þess að stuttmyndin Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson var að vinna sín fjórðu alþjóðlegu verðlaun og nú fyrir handrit á Tel Aviv International Student Film Festival.

“Hrútar”, “Fúsi” og “Hjónabandssæla” taka þátt í Karlovy Vary

Hrútar Gríms Hákonarsonar, Fúsi Dags Kára og stuttmyndin Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson taka þátt í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem fram fer í 50. skipti dagana 3. til 11. júlí. Hátíðin er ein sú elsta í heiminum og ein fárra svokallaðra „A“ hátíða.

34 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2014

Fjórtán íslenskar kvikmyndir hlutu alls 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim 2014 (33 verðlaun 2013). Hæst bera Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Hross í oss og Nordisk Panorama verðlaunin til heimildamyndarinnar Salóme. Báðar myndirnar eru verðlaunum hlaðnar, Salóme hlaut alls þrenn verðlaun á árinu en Hross í oss níu (auk þess hlaut Salóme áhorfendaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni og Hrossin fengu sex Eddur).

“Salóme”, “Leitin að Livingstone”, “Málarinn”, “Hjónabandssæla” og “Megaphone” fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama

Stuttmyndirnar Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur, Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson, Málarinn eftir Hlyn Pálmason og Megaphone eftir Elsu Mariu Jakobsdóttur og heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg, sem á dögunum hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, verða fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama hátíðinni sem fram fer í Malmö í Svíþjóð dagana 19.-24. september næstkomandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR