„Hrútar“, „Fúsi“ og „Hjónabandssæla“ taka þátt í Karlovy Vary

Áhorfendur í Karlovy Vary.
Áhorfendur í Karlovy Vary.

Hrútar Gríms Hákonarsonar, Fúsi Dags Kára og stuttmyndin Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson taka þátt í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem fram fer í 50. skipti dagana 3. til 11. júlí. Hátíðin er ein sú elsta í heiminum og ein fárra svokallaðra „A“ hátíða.

Hrútar mun taka þátt í „Horizons“ hluta hátíðarinnar, Fúsi mun taka þátt í „Another View“ hluta hátíðarinnar og Hjónabandssæla er valin á hátíðina sem hluti af „Prague Short Film Festival Presents“, úrvali stuttmynda af stuttmyndahátíðinni í Prag.

Íslenskar myndir hafa notið nokkurrar velgengni á hátíðinni undanfarin áratug eða svo. Í fyrra var París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson valin til þátttöku í aðalkeppni hátíðarinnar og XL, kvikmynd Marteins Þórssonar var sömuleiðis valin til þátttöku í aðalkeppninni árið 2013. Ólafur Darri Ólafsson var þá valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í XL. Árið 2007 hlaut Mýrin eftir Baltasar Kormák Kristalshnöttinn, aðalverðlaun hátíðarinnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR