HYGGE Dags Kára með tæplega 174 þúsund gesti í Danmörku eftir sjöundu helgi

Hygge er í áttunda sæti á tekjulista danskra dreifingaraðila eftir sjöundu sýningarhelgi.

Alls hafa 173,632 manns séð myndina hingað til, samkvæmt tölum frá FAFID, samtökum danskra dreifingaraðila.

Ekki er ólíklegt að heildaraðsókn verði um 180 þúsund gestir (plús eða mínus) þegar upp er staðið. Myndin mun verða meðal tíu mest sóttu dönsku mynda ársins. Hér má sjá lista yfir aðsókn á danskar myndir ársins.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR