Morgunblaðið ræðir við Þóri Snæ Sigurjónsson, forstjóra Scanbox og framleiðanda um kvikmyndabransann á Norðurlöndum og framtíðaráætlanir fyrirtækisins.
Þórir Snær Sigurjónsson og samstarfsaðilar hafa fest kaup á Scanbox, einu helsta dreifingarfyrirtæki Norðurlanda, en Þórir hefur rekið fyrirtækið undanfarin ár. Scanbox hefur komið að fjármögnun og dreifingu margra íslenskra kvikmynda á undanförnum árum.
Sýningar á Hrútum Gríms Hákonarsonar hefjast í dag í dönskum kvikmyndahúsum á vegum Scanbox. Myndin, sem kallast á dönsku Blandt mænd og får (Meðal manna og sauða) fær almennt góða dóma gagnrýnenda.
Þórir Snær Sigurjónsson hefur verið framkvæmdastjóri dreifingar- og framleiðslufyrirtækisins Scanbox um nokkurt skeið. Hann er í viðtali við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um stöðuna hjá Scanbox, sem stefnir á að auka þátttöku sína í norrænni kvikmyndagerð.