[Stikla] HYGGE eftir Dag Kára í dönskum kvikmyndahúsum frá 26. október

Sýningar hefjast á morgun í Danmörku á nýjustu kvikmynd Dags Kára, Hygge. Um er að ræða danska útgáfu af ítölsku kvikmyndinni Perfetti Sconosciuti, líkt og Villibráð var íslenska útgáfan af sama verki.

Dagur Kári leikstýrir og skrifar handrit ásamt Mads Tafdrup. Snowglobe og Scanbox framleiða en síðarnefnda fyrirtækið dreifir myndinni í Danmörku. Með helstu hlutverk fara Sofie Torp, Joachim Fjelstrup, Olivia Joof Lewerissa, Jesper Groth, Andrea Heick Gadeberg, Nicolai Jørgensen og Thue Ersted Rasmussen.

Myndin fékk 25 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði. Samkvæmt heimildum Klapptrés stendur til að sýna myndina á Íslandi á nýju ári.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR