"Ég vil að lokum grátbiðja ykkur um að fara á myndina með einhverjum sem ykkur þykir afskaplega skemmtilegur og vara ykkur við því að taka makann með ef sambandið er ekki á góðum stað," segir Guðrún Elsa Bragadóttir meðal annars í Lestinni á Rás 1 um Villibráð Elsu Maríu Jakobsdóttur.
Tyrfingur Tyrfingsson, annar handritshöfunda hinnar íslensku bíómyndar Villibráðar, segist vera steinhissa á vinsældum myndarinnar. Hann segist í viðtali við Fréttablaðið fyrst og fremst hafa skrifað handritið fyrir vini sína og svo hafi komið í ljós að almenningur sé jafn óvandaður.
"Ein skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér á landi í mörg ár," segir Helgi Snær Sigurðsson hjá Morgunblaðinu um Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur.
Kvikmyndin Villibráð verður frumsýnd í kvikmyndahúsum landsins á þrettándanum. Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri og Hilmar Guðjónsson, einn af aðalleikurunum, ræddu um myndina í Morgunútvarpinu á Rás 2.
Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri og Tyrfingur Tyrfingsson handritshöfundur ræddu við Lestina um mynd sína Villibráð, sem væntanleg er í bíó þann 6. janúar.
Von er á allt að tíu íslenskum bíómyndum og fimm nýjum þáttaröðum á árinu 2022. Heimildamyndir í framleiðslu eru á fjórða tuginn, en óljóst hve margar koma út á árinu.