HeimEfnisorðVillibráð

Villibráð

Hvað ef HYGGE væri íslensk og VILLIBRÁÐ dönsk?

Hér er smá leikur að tölum þar sem bornar eru saman ýmsar lykiltölur aðsóknar í Danmörku og á Íslandi á því herrans ári 2023. Lengi lifi Friðrik konungur tíundi og heill sé forseta vorum og fósturjörð!

[Könnun] Veldu bestu íslensku bíómyndina, þáttaröðina og heimildamyndina 2023

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2023. Kosningu lýkur á gamlársdag kl. 14 og verða úrslit þá kynnt.

Nýtt íslenskt í sjónvarpi yfir hátíðarnar

Hér er ýmislegt forvitnilegt sem finna má í sjónvarpsdagskránni yfir jól og áramót, leikið sjónvarpsefni, bíómyndir og heimildamyndir.

[Stikla] HYGGE eftir Dag Kára í dönskum kvikmyndahúsum frá 26. október

Sýningar hefjast á morgun í Danmörku á nýjustu kvikmynd Dags Kára, Hygge. Um er að ræða danska útgáfu af ítölsku kvikmyndinni Perfetti Sconosciuti, líkt og Villibráð var íslenska útgáfan af sama verki.

Fimm íslenskar bíómyndir í sýningum

Þessa dagana eru fimm íslenskar bíómyndir sýndar í kvikmyndahúsum. Afar sjaldgæft er að svo margar kvikmyndir séu í sýningum á sama tíma. 

Lestin um VILLIBRÁÐ: Ekki fara með makanum

"Ég vil að lokum grátbiðja ykkur um að fara á myndina með einhverjum sem ykkur þykir afskaplega skemmtilegur og vara ykkur við því að taka makann með ef sambandið er ekki á góðum stað," segir Guðrún Elsa Bragadóttir meðal annars í Lestinni á Rás 1 um Villibráð Elsu Maríu Jakobsdóttur.

Tyrfingur Tyrfingsson: Maður á alltaf bara að búa til list fyrir vini sína

Tyrfingur Tyrfingsson, annar handritshöfunda hinnar íslensku bíómyndar Villibráðar, segist vera steinhissa á vinsældum myndarinnar. Hann segist í viðtali við Fréttablaðið fyrst og fremst hafa skrifað handritið fyrir vini sína og svo hafi komið í ljós að almenningur sé jafn óvandaður.

Morgunblaðið um VILLIBRÁÐ: Frábær frumraun

"Ein skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér á landi í mörg ár," segir Helgi Snær Sigurðsson hjá Morgunblaðinu um Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur.

Stór opnunarhelgi á VILLIBRÁÐ

Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur var frumsýnd um helgina og ljóst að áhugi er mikill á myndinni sem er í fyrsta sæti aðsóknarlistans.

VILLIBRÁÐ: Föstudagskvöld og stuð í mánuð

Kvikmyndin Villibráð verður frumsýnd í kvikmyndahúsum landsins á þrettándanum. Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri og Hilmar Guðjónsson, einn af aðalleikurunum, ræddu um myndina í Morgunútvarpinu á Rás 2.

Elsa María og Tyrfingur ræða VILLIBRÁÐ

Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri og Tyrfingur Tyrfingsson handritshöfundur ræddu við Lestina um mynd sína Villibráð, sem væntanleg er í bíó þann 6. janúar.

Þessi verk eru væntanleg 2022

Von er á allt að tíu íslenskum bíómyndum og fimm nýjum þáttaröðum á árinu 2022. Heimildamyndir í framleiðslu eru á fjórða tuginn, en óljóst hve margar koma út á árinu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR