HeimNý verkÞessi verk eru væntanleg 2023

Þessi verk eru væntanleg 2023

Von er á að minnsta kosti tíu íslenskum bíómyndum og fimm þáttaröðum á árinu 2023. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við.

-

Tíu bíómyndir komu út í fyrra. Þáttaraðir verða fimm í ár (sex í fyrra, þar af tvær syrpur af Venjulegu fólki). Eftir sem áður er snúnara að giska á heimildamyndirnar og þær því ekki taldar upp hér.

Bíómyndirnar

Útlit er fyrir að þær verði að minnsta kosti tíu í ár, sem er sami fjöldi og í fyrra. Þetta er með fyrirvara um breytingar á dagsetningum frumsýninga.

Villibráð: Elsa María Jakobsdóttir leikstýrir og skrifar handrit ásamt Tyrfingi Tyrfingssyni. Þórir Snær Sigurjónsson, Arnar Benjamín Kristjánsson og Ragnheiður Erlingsdóttir framleiða fyrir Zik Zak. Meðframleiðandi er Sigurjón Sighvatsson. Gísli Örn Garðarsson, Hilmir Snær Guðnason, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Nína Dögg Pilippusdóttir, Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson og Hilmar Guðjónsson fara með helstu hlutverk. Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela. Frumsýning verður 6. janúar.

Napóleonsskjölin: Óskar Þór Axelsson leikstýrir, Marteinn Þórisson skrifar handrit sem byggt er á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar. Tinna Proppé, Hilmar Sigurðsson, Dirk Schweitser, Anita Elsani, Ralph Christians, Kjartan Þór Þórðarson og Aðalsteinn Jóhannsson framleiða fyrir Sagafilm og Splendid Films. Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar (35) rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrast einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál. Frumsýning verður 27. janúar.

Fyrsti rammi úr Northern Comfort: Sverrir Guðnason yst til vinstri, Timothy Spall þriðji frá vinstri Mynd: Brynjar Snær Þrastarson.

Northern Comfort: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrir og skrifar handrit ásamt Halldóri Laxness Halldórssyni og Tobias Munthe. Grímar Jónsson, Sol Bondy, Fred Burle og Mike Goodridge framleiða fyrir Netop Films, One Two Films og Good Chaos. Sarah, framakona á fimmtugsaldri, er haldin óstjórnlegum ótta við að fljúga. Til að bjarga nýtilkomnu ástarsambandi verður hún að yfirstíga flughræðsluna og læra að sleppa tökunum. Frumsýning verður 3. febrúar.

Á ferð með mömmu: Hilmar Oddsson skrifar handrit og leikstýrir. Hlín Jóhannesdóttir framleiðir fyrir Ursus Parvus. Þröstur Leó Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Tómas Lemarquis og Hera Hilmars fara með helstu hlutverk. Þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur fellur frá verða alger umskipti í lífi hans. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. En mamma hefur ekki sagt sitt síðasta. Myndin var heimsfrumsýnd á Tallinn Black Nights hátíðinni og hlaut þar aðalverðlaunin. Frumsýning er boðuð 17. febrúar.

Volaða land: Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handrit. Anton Máni Svansson , Katrin Pors, Mikkel Jersin, Eva Jakobsen framleiða fyrir Join Motion Pictures og Snow Globe. Saga af metnaði, trú, fjölskyldu og hefnd undir lok 19. aldar. Danskur prestur ferðast til Íslands með það verkefni að reisa kirkju og ljósmynda fólkið í harðneskjulegri náttúrunni. Presturinn afvegaleiðist er áhugi hans eykst á ungri konu í þorpinu og hrindir það af stað villimannslegum deilum. Myndin var frumsýnd á Cannes og hlaut nokkurn fjölda verðlauna á síðasta ári. Frumsýning er boðuð 10. mars.

Natatorium: Helena Stefánsdóttir leikstýrir og skrifar handrit. Sunna Guðnadóttir, Heather Millard og Julia Elomäki framleiða fyrir Bjartsýn Films, Silfurskjá og Tekele Productions. Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik. Frumsýning liggur ekki fyrir.

Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með aðalhlutverkið í Kulda.

Kuldi: Erlingur Thoroddsen leikstýrir og skrifar handrit, sem byggt er á bók Yrsu Sigurðardóttur. Heather Millard, Sigurjón Sighvatsson og Elisa Heene framleiða fyrir Compass Films, Eyjafjallajökull Entertainment og Mirage Films. Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsmorði eiginkonu hans — sem og skringilegri hegðun tángingsdóttur hans. Frumsýning er óstaðfest.

Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í Snertingu.

Snerting: Baltasar Kormákur leikstýrir og skrifar handrit ásamt Ólafi Jóhanni Ólafssyni, en byggt er á bók hins síðarnefnda. Agnes Johansen, Baltasar Kormákur og Mike Goodridge framleiða fyrir RVK Studios og Good Chaos. Þegar sígur á seinni hlutann, leggur Kristófer upp í ferð án fyrirheits, þvert yfir hnöttinn, í leit að svörum við áleitnum spurningum og að ástinni sem rann honum úr greipum, en sem hann bar þó alltaf í hjarta sér. Við förum með honum á vit minninganna og til Japans, þar sem svörin eru að finna. Frumsýning er óstaðfest.

Rammi úr Missi.

Missir: Ari Alexander Ergis Magnússon leikstýrir og skrifar handrit sem byggt er á bók Guðbergs Bergssonar. Framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Gísli Hauksson, Egil Ødegård og Kristian Van der Heyden fyrir Íslensku kvikmyndasamsteypuna, Evil Doghouse Productions, Harald House og Spellbound Productions. Hann sefur aldrei. Hann vakir ekki heldur. Hann sér sjálfan sig liggja í rúminu milli svefns og vöku. Vatnið suðar í katlinum. Frumsýning er óstaðfest.

Einvera: Ninna Pálmadóttir leikstýrir eftir handriti Rúnars Rúnarssonar. Lilja Ósk Snorradóttir og Igor Nola framleiða fyrir Pegasus og MP film. Aldraður bóndi flytur í fyrsta sinn inn í þéttbýlissamfélag og kynnist þar ungum blaðbera sem mun koma til með að breyta lífi þeirra beggja. Frumsýning er óstaðfest.

Þáttaraðirnar

Væntanlegar eru að minnsta kosti fimm nýjar þáttaraðir á árinu (sex í fyrra). Ein þeirra verður sýnd á RÚV, þrjár í Sjónvarpi Símans og ein á Stöð 2. Þrjár eru nýjar, tvær snúa aftur.

Aníta Briem skrifar handrit og fer með aðalhlutverkið í Svo lengi sem við lifum.

Svo lengi sem við lifum: Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir þessari sex þátta röð sem sýnd verður á Stöð 2. Aníta Briem skrifar handrit og fer með aðalhlutverkið. Arnbjörg Hafliðadóttir, Hörður Rúnarsson, Andri Ómarsson, Andri Óttarsson og Baldvin Z framleiða fyrir Glassriver. Beta, eitt sinn efnileg tónlistarkona, finnur sig í ónýtu hjónabandi, ekki verandi sú móðir sem hún vill vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið. Frumsýning er óstaðfest.

Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í Aftureldingu.

Afturelding: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Gagga Jónsdóttir og Elsa María Jakobsdóttir leikstýra þessari þáttaröð sem sýnd verður á RÚV frá páskum. Handritshöfundar eru Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Halldór Laxness Halldórsson, Jörundur Ragnarsson, Katrín Björgvinsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir. Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist framleiða fyrir Zik Zak og Scanbox. Fallin hetja úr handboltanum, spilar sig aftur inn í hjarta þjóðarinnar með því að kyngja stoltinu og taka við kvennaliði uppeldisfélagsins. Þar endurnýjar hann kynni við fyrrum stjúpdóttur sína og þarf að fást við leikmann sem er óþægilega lík honum.

Hanna María Karlsdóttir í Heima er best | Mynd: Lilja Jóns.

Heima er best: Tinna Hrafnsdóttir leikstýrir og skrifar handrit ásamt Ottó Geir Borg að þessari sex þátta seríu sem sýnd verður í Sjónvarpi Símans í haust. Kidda Rokk, Guðný Guðjónsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir, Marike Muselairs og Samuel Bruyneel framleiða fyrir Polarama og Lumiere. Þegar höfuð ættarinnar fellur frá taka við nýir tímar í lífi þriggja ólíkra systkina. Rótgrónu fjölskyldufyrirtæki og sumarhúsi sem reist var frá grunni þarf að skipta upp og finna farveg út frá nýjum viðmiðum og gildum. En það sem átti að sameina sundrar, og vandamálin sem koma upp þegar systkinin fara að deila sín á milli arfleifð föðursins verða ekki flúin.

Laddi í þáttaröðinni Brúðkaupið mitt, undanfara Arfsins míns.

Arfurinn minn: Kristófer Dignus leikstýrir þessari sex þátta röð, sem er óbeint framhald þáttaraðanna Jarðarförin mín og Brúðkaupið mitt. Glassriver framleiðir. Þættirnir verða í Sjónvarpi Símans á árinu.

Venjulegt fólk 6: Í fyrra voru sýndar tvær syrpur af þáttaröðinni, sú fjórða og sú fimmta, auk sérstakts jólaþáttar. Engin íslensk þáttaröð á jafn margar syrpur að baki. Heyrst hefur að sjötta syrpan verði sýnd á árinu í Sjónvarpi Símans.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
[tdn_block_newsletter_subscribe title_text="ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ" description="RiVDMyVBMSVDMyVCMHUlMjBuJUMzJUJEamFzdGElMjBlZm5pJUMzJUIwJTIwJUMzJUExJTIwS2xhcHB0ciVDMyVBOSUyMCVDMyVBRCUyMHAlQzMlQjNzdGglQzMlQjNsZmklQzMlQjAlMjAlQzMlQkVpdHQlMjB0dmlzdmFyJTIwJUMzJUFEJTIwdmlrdSUyQyUyMCVDMyVBMSUyMG0lQzMlQTFudWQlQzMlQjZndW0lMjBvZyUyMGZpbW10dWQlQzMlQjZndW0u" input_placeholder="Netfangið þitt" btn_text="SKRÁÐU ÞIG" tds_newsletter2-image="25609" tds_newsletter2-image_bg_color="#c3ecff" tds_newsletter3-input_bar_display="row" tds_newsletter4-image="25608" tds_newsletter4-image_bg_color="#fffbcf" tds_newsletter4-btn_bg_color="#f3b700" tds_newsletter4-check_accent="#f3b700" tds_newsletter5-tdicon="tdc-font-fa tdc-font-fa-envelope-o" tds_newsletter5-btn_bg_color="#000000" tds_newsletter5-btn_bg_color_hover="#4db2ec" tds_newsletter5-check_accent="#000000" tds_newsletter6-input_bar_display="row" tds_newsletter6-btn_bg_color="#da1414" tds_newsletter6-check_accent="#da1414" tds_newsletter7-image="25610" tds_newsletter7-btn_bg_color="#1c69ad" tds_newsletter7-check_accent="#1c69ad" tds_newsletter7-f_title_font_size="20" tds_newsletter7-f_title_font_line_height="28px" tds_newsletter8-input_bar_display="row" tds_newsletter8-btn_bg_color="#00649e" tds_newsletter8-btn_bg_color_hover="#21709e" tds_newsletter8-check_accent="#00649e" embedded_form_code="JTNDIS0tJTIwQmVnaW4lMjBNYWlsY2hpbXAlMjBTaWdudXAlMjBGb3JtJTIwLS0lM0UlMEElM0NsaW5rJTIwaHJlZiUzRCUyMiUyRiUyRmNkbi1pbWFnZXMubWFpbGNoaW1wLmNvbSUyRmVtYmVkY29kZSUyRmNsYXNzaWMtMTBfNy5jc3MlMjIlMjByZWwlM0QlMjJzdHlsZXNoZWV0JTIyJTIwdHlwZSUzRCUyMnRleHQlMkZjc3MlMjIlM0UlMEElM0NzdHlsZSUyMHR5cGUlM0QlMjJ0ZXh0JTJGY3NzJTIyJTNFJTBBJTA5JTIzbWNfZW1iZWRfc2lnbnVwJTdCYmFja2dyb3VuZCUzQSUyM2ZmZiUzQiUyMGNsZWFyJTNBbGVmdCUzQiUyMGZvbnQlM0ExNHB4JTIwSGVsdmV0aWNhJTJDQXJpYWwlMkNzYW5zLXNlcmlmJTNCJTIwJTdEJTBBJTA5JTJGKiUyMEFkZCUyMHlvdXIlMjBvd24lMjBNYWlsY2hpbXAlMjBmb3JtJTIwc3R5bGUlMjBvdmVycmlkZXMlMjBpbiUyMHlvdXIlMjBzaXRlJTIwc3R5bGVzaGVldCUyMG9yJTIwaW4lMjB0aGlzJTIwc3R5bGUlMjBibG9jay4lMEElMDklMjAlMjAlMjBXZSUyMHJlY29tbWVuZCUyMG1vdmluZyUyMHRoaXMlMjBibG9jayUyMGFuZCUyMHRoZSUyMHByZWNlZGluZyUyMENTUyUyMGxpbmslMjB0byUyMHRoZSUyMEhFQUQlMjBvZiUyMHlvdXIlMjBIVE1MJTIwZmlsZS4lMjAqJTJGJTBBJTNDJTJGc3R5bGUlM0UlMEElM0NkaXYlMjBpZCUzRCUyMm1jX2VtYmVkX3NpZ251cCUyMiUzRSUwQSUzQ2Zvcm0lMjBhY3Rpb24lM0QlMjJodHRwcyUzQSUyRiUyRmtsYXBwdHJlLnVzMi5saXN0LW1hbmFnZS5jb20lMkZzdWJzY3JpYmUlMkZwb3N0JTNGdSUzRDBjN2UxOWFkMzg0ODE3MzY5ZTdlYjlkNjElMjZhbXAlM0JpZCUzRDdlYTVhNjZiNTUlMjIlMjBtZXRob2QlM0QlMjJwb3N0JTIyJTIwaWQlM0QlMjJtYy1lbWJlZGRlZC1zdWJzY3JpYmUtZm9ybSUyMiUyMG5hbWUlM0QlMjJtYy1lbWJlZGRlZC1zdWJzY3JpYmUtZm9ybSUyMiUyMGNsYXNzJTNEJTIydmFsaWRhdGUlMjIlMjB0YXJnZXQlM0QlMjJfYmxhbmslMjIlMjBub3ZhbGlkYXRlJTNFJTBBJTIwJTIwJTIwJTIwJTNDZGl2JTIwaWQlM0QlMjJtY19lbWJlZF9zaWdudXBfc2Nyb2xsJTIyJTNFJTBBJTA5JTNDaDIlM0VTdWJzY3JpYmUlM0MlMkZoMiUzRSUwQSUzQ2RpdiUyMGNsYXNzJTNEJTIyaW5kaWNhdGVzLXJlcXVpcmVkJTIyJTNFJTNDc3BhbiUyMGNsYXNzJTNEJTIyYXN0ZXJpc2slMjIlM0UqJTNDJTJGc3BhbiUzRSUyMGluZGljYXRlcyUyMHJlcXVpcmVkJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJtYy1maWVsZC1ncm91cCUyMiUzRSUwQSUwOSUzQ2xhYmVsJTIwZm9yJTNEJTIybWNlLUVNQUlMJTIyJTNFRW1haWwlMjBBZGRyZXNzJTIwJTIwJTNDc3BhbiUyMGNsYXNzJTNEJTIyYXN0ZXJpc2slMjIlM0UqJTNDJTJGc3BhbiUzRSUwQSUzQyUyRmxhYmVsJTNFJTBBJTA5JTNDaW5wdXQlMjB0eXBlJTNEJTIyZW1haWwlMjIlMjB2YWx1ZSUzRCUyMiUyMiUyMG5hbWUlM0QlMjJFTUFJTCUyMiUyMGNsYXNzJTNEJTIycmVxdWlyZWQlMjBlbWFpbCUyMiUyMGlkJTNEJTIybWNlLUVNQUlMJTIyJTNFJTBBJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJtYy1maWVsZC1ncm91cCUyMiUzRSUwQSUwOSUzQ2xhYmVsJTIwZm9yJTNEJTIybWNlLUZOQU1FJTIyJTNFRmlyc3QlMjBOYW1lJTIwJTNDJTJGbGFiZWwlM0UlMEElMDklM0NpbnB1dCUyMHR5cGUlM0QlMjJ0ZXh0JTIyJTIwdmFsdWUlM0QlMjIlMjIlMjBuYW1lJTNEJTIyRk5BTUUlMjIlMjBjbGFzcyUzRCUyMiUyMiUyMGlkJTNEJTIybWNlLUZOQU1FJTIyJTNFJTBBJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJtYy1maWVsZC1ncm91cCUyMiUzRSUwQSUwOSUzQ2xhYmVsJTIwZm9yJTNEJTIybWNlLUxOQU1FJTIyJTNFTGFzdCUyME5hbWUlMjAlM0MlMkZsYWJlbCUzRSUwQSUwOSUzQ2lucHV0JTIwdHlwZSUzRCUyMnRleHQlMjIlMjB2YWx1ZSUzRCUyMiUyMiUyMG5hbWUlM0QlMjJMTkFNRSUyMiUyMGNsYXNzJTNEJTIyJTIyJTIwaWQlM0QlMjJtY2UtTE5BTUUlMjIlM0UlMEElM0MlMkZkaXYlM0UlMEElMDklM0NkaXYlMjBpZCUzRCUyMm1jZS1yZXNwb25zZXMlMjIlMjBjbGFzcyUzRCUyMmNsZWFyJTIyJTNFJTBBJTA5JTA5JTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJyZXNwb25zZSUyMiUyMGlkJTNEJTIybWNlLWVycm9yLXJlc3BvbnNlJTIyJTIwc3R5bGUlM0QlMjJkaXNwbGF5JTNBbm9uZSUyMiUzRSUzQyUyRmRpdiUzRSUwQSUwOSUwOSUzQ2RpdiUyMGNsYXNzJTNEJTIycmVzcG9uc2UlMjIlMjBpZCUzRCUyMm1jZS1zdWNjZXNzLXJlc3BvbnNlJTIyJTIwc3R5bGUlM0QlMjJkaXNwbGF5JTNBbm9uZSUyMiUzRSUzQyUyRmRpdiUzRSUwQSUwOSUzQyUyRmRpdiUzRSUyMCUyMCUyMCUyMCUzQyEtLSUyMHJlYWwlMjBwZW9wbGUlMjBzaG91bGQlMjBub3QlMjBmaWxsJTIwdGhpcyUyMGluJTIwYW5kJTIwZXhwZWN0JTIwZ29vZCUyMHRoaW5ncyUyMC0lMjBkbyUyMG5vdCUyMHJlbW92ZSUyMHRoaXMlMjBvciUyMHJpc2slMjBmb3JtJTIwYm90JTIwc2lnbnVwcy0tJTNFJTBBJTIwJTIwJTIwJTIwJTNDZGl2JTIwc3R5bGUlM0QlMjJwb3NpdGlvbiUzQSUyMGFic29sdXRlJTNCJTIwbGVmdCUzQSUyMC01MDAwcHglM0IlMjIlMjBhcmlhLWhpZGRlbiUzRCUyMnRydWUlMjIlM0UlM0NpbnB1dCUyMHR5cGUlM0QlMjJ0ZXh0JTIyJTIwbmFtZSUzRCUyMmJfMGM3ZTE5YWQzODQ4MTczNjllN2ViOWQ2MV83ZWE1YTY2YjU1JTIyJTIwdGFiaW5kZXglM0QlMjItMSUyMiUyMHZhbHVlJTNEJTIyJTIyJTNFJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTIwJTIwJTIwJTIwJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJjbGVhciUyMiUzRSUzQ2lucHV0JTIwdHlwZSUzRCUyMnN1Ym1pdCUyMiUyMHZhbHVlJTNEJTIyU3Vic2NyaWJlJTIyJTIwbmFtZSUzRCUyMnN1YnNjcmliZSUyMiUyMGlkJTNEJTIybWMtZW1iZWRkZWQtc3Vic2NyaWJlJTIyJTIwY2xhc3MlM0QlMjJidXR0b24lMjIlM0UlM0MlMkZkaXYlM0UlMEElMjAlMjAlMjAlMjAlM0MlMkZkaXYlM0UlMEElM0MlMkZmb3JtJTNFJTBBJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDc2NyaXB0JTIwdHlwZSUzRCd0ZXh0JTJGamF2YXNjcmlwdCclMjBzcmMlM0QnJTJGJTJGczMuYW1hem9uYXdzLmNvbSUyRmRvd25sb2Fkcy5tYWlsY2hpbXAuY29tJTJGanMlMkZtYy12YWxpZGF0ZS5qcyclM0UlM0MlMkZzY3JpcHQlM0UlM0NzY3JpcHQlMjB0eXBlJTNEJ3RleHQlMkZqYXZhc2NyaXB0JyUzRShmdW5jdGlvbiglMjQpJTIwJTdCd2luZG93LmZuYW1lcyUyMCUzRCUyMG5ldyUyMEFycmF5KCklM0IlMjB3aW5kb3cuZnR5cGVzJTIwJTNEJTIwbmV3JTIwQXJyYXkoKSUzQmZuYW1lcyU1QjAlNUQlM0QnRU1BSUwnJTNCZnR5cGVzJTVCMCU1RCUzRCdlbWFpbCclM0JmbmFtZXMlNUIxJTVEJTNEJ0ZOQU1FJyUzQmZ0eXBlcyU1QjElNUQlM0QndGV4dCclM0JmbmFtZXMlNUIyJTVEJTNEJ0xOQU1FJyUzQmZ0eXBlcyU1QjIlNUQlM0QndGV4dCclM0IlN0QoalF1ZXJ5KSklM0J2YXIlMjAlMjRtY2olMjAlM0QlMjBqUXVlcnkubm9Db25mbGljdCh0cnVlKSUzQiUzQyUyRnNjcmlwdCUzRSUwQSUzQyEtLUVuZCUyMG1jX2VtYmVkX3NpZ251cC0tJTNF" disclaimer="Þú getur afskráð þig hvenær sem er." tds_newsletter="tds_newsletter3" tds_newsletter3-title_color="#000000" tds_newsletter3-btn_bg_color="#dd3333" tds_newsletter3-btn_bg_color_hover="#000000" tds_newsletter3-f_title_font_family="182" tds_newsletter3-f_title_font_weight="400" tds_newsletter3-f_title_font_size="eyJhbGwiOiIyMCIsImxhbmRzY2FwZSI6IjEzIiwicG9ydHJhaXQiOiIxMyIsInBob25lIjoiMTMifQ==" tds_newsletter3-f_title_font_line_height="1.8" tds_newsletter3-f_title_font_spacing="0.2" tdc_css="eyJhbGwiOnsiYmFja2dyb3VuZC1jb2xvciI6IiNhN2UwZTUiLCJjb250ZW50LWgtYWxpZ24iOiJjb250ZW50LWhvcml6LWNlbnRlciIsImRpc3BsYXkiOiIifX0="]

NÝJUSTU FÆRSLUR