HeimEfnisorðSnerting

Snerting

The Hollywood Reporter um SNERTINGU: Gerð af næmni og hófsemi

David Rooney hjá The Hollywood Reporter segir Snertingu Baltasars Kormáks fallega gerða kvikmynd sem haldi aftur af tilfinningasemi en snerti áhorfandann.

Variety um SNERTINGU: Hófsöm og hjartnæm frásögn

"Smekklega framsett frásögn um aldraðan mann sem leitar löngu horfinnar ástkonu á óvissutímum. Á lokakaflanum er þessi blíða og látlausa ástarsaga í senn afar hófsöm og afar hjartnæm," skrifar Courtney Howard hjá Variety meðal annars um Snertingu Baltasars Kormáks.

Lestin um SNERTINGU: Algjör leiksigur Egils Ólafssonar

"Tekst svo listilega að vera innilega falleg og hugljúf að það er nær ómögulegt að gráta eða samgleðjast ekki með persónum myndarinnar," segir Kolbeinn Rastrick meðal annars í Lestinni um Snertingu Baltasars Kormáks.

SNERTING fer vel af stað

Snerting var frumsýnd síðastliðinn miðvikudag og hefur fengið góða aðsókn. Myndin er í fyrsta sæti á aðsóknarlista FRÍSK eftir frumsýningarhelgina.

Morgunblaðið um SNERTINGU: Fallegt ferðalag fortíðar

"Dregur upp trúverðuga mynd af ást og flóknum tengslum hennar við fortíðina," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Snertingu Baltasars Kormáks.

Focus Features bakkar SNERTINGU Baltasars, Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið

Focus Features mun dreifa Snertingu Baltasars Kormáks í Bandaríkjunum. Universal mun dreifa myndinni á heimsvísu. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið, en tökur hefjast í London á sunnudag.

Baltasar hyggst gera kvikmynd eftir SNERTINGU Ólafs Jóhanns

Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og hyggst gera mynd eftir henni á næsta ári. Þetta kemur fram á vef RÚV.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR