Hilmar Sigurðsson formaður SÍK ræðir höfundarréttarmál og niðurhal. Hilmar segir meðal annars: "Frelsið á að vera höfunda um hverjir og hvernig þeir nota og neyta efnisins. Það er hið raunverulega frelsi."
Golden-Globe tónskáldið Jóhann Jóhannsson mun vinna í þriðja sinn með kanadíska leikstjóranum Denis Villeneuve við mynd hans Story of Your Life. Hann hefur áður samið tónlistina við Prisoners og Sicario sem frumsýnd var í Bandaríkjunum um helgina.
Klapptré hefur tekið saman lista yfir aðsókn á opnunarhelgar allra kvikmynda Baltasars Kormáks. Everest fær mestu aðsóknina af Hollywoodmyndum leikstjórans en Mýrin hefur enn vinninginn þegar allar myndirnar eru tíndar til.
Everest Baltasars Kormáks er efst á aðsóknarlistum í tólf löndum eftir frumsýningarhelgina með alls 28.2 milljónir dollara í tekjur, eða um 3.6 milljarða króna, sem telst afar gott. Myndin kemur dreifingaraðilanum Universal yfir fjögurra billjón dollara heildartekjumarkið alþjóðlega, fyrst allra kvikmyndaveranna.
Everest Baltasars Kormáks hitti svo sannarlega í mark hjá íslenskum bíógestum yfir frumsýningarhelgina með aðsókn uppá 14.254 manns með forsýningum. Þetta er með stærri opnunarhelgum síðan mælingar hófust.