Greining | „Everest“ á toppnum í tólf löndum

everest-poster-cropEverest Baltasars Kormáks er efst á aðsóknarlistum í tólf löndum eftir frumsýningarhelgina með alls 28.2 milljónir dollara í tekjur, eða um 3.6 milljarða króna, sem telst afar gott. Myndin kemur dreifingaraðilanum Universal yfir fjögurra billjón dollara heildartekjumarkið alþjóðlega, fyrst allra kvikmyndaveranna.

Myndin náði sérlega góðum árangri í Bretlandi (5 milljónir dollara), Mexíkó (4.4 milljónir dollara) og Ástralíu (2.3 milljónir dollara). Hún var einnig efst í Argentínu, Búlgaríu, Ungverjalandi, Indlandi, Nýja Sjálandi, Póllandi, Rúmeníu og S-Afríku auk Íslands eins og Klapptré hefur áður greint frá.

Screen International telur myndina eiga góða möguleika að halda toppsætinu í Bretlandi eftir næstu helgi.

Myndin setur jafnframt september met í IMAX bíóum á heimsvísu með um 9 milljónir dollara tekjur af 28.2.

Myndin opnaði í öðru sæti í Þýskalandi (2.8 milljónir dollara) og á Spáni (1.6 milljónir dollara).

Um næstu helgi bætast 22 lönd við, þar á meðal Brasilía, Frakkland, Ítalía, S-Kórea og Rússland.

Sjá nánar hér: ‘Maze Runner: The Scorch Trials’ earns $43.3m from international box office | News | Screen

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR