„Everest“ tilnefnd til tvennra verðlauna Visual Effects Society, brelluklippa hér

Á leið á toppinn.

Everest Baltasars Kormáks hefur verið tilnefnd til tvennra verðlauna Visual Effects Society (VES) fyrir sjónrænar brellur. Verðlaun þessi hafa verið veitt frá 2002. RVX myndbrellufyrirtækið í Reykjavík hafði yfirumsjón með verkinu.

Myndin fær tilnefningu í 2 flokkum.

Annarsvegar fyrir Outstanding Supporting Visual Effects in a Photoreal Feature (smelltu á hlekkina til að fá útskýringar á hugtökunum). Þar eru eftirtaldir tilnefndir:

Daði Einarsson
Roma O-Connor
Matthías Bjarnasson
Glen Pratt
Richard Van Den Bergh

Aðrar myndir sem fá tilnefningu í þessum flokki eru In The Heart of The Sea, Bridge of Spies, The Walk og The Revenant.

Hinsvegar fær myndin tilnefningu í flokknum Outstanding Models in a Photoreal or Animated Project (smelltu á hlekkina til að fá útskýringar á hugtökunum). Þar eru eftirtaldir tilnefndir fyrir sköpun Everest fjalls:

Matthías Bjarnason
Ólafur Haraldsson
Kjartan Harðarson
Pétur Arnórsson

Aðrar myndir sem fá tilnefningu í þessum flokki eru Star Wars: The Force Awakens; (fyrir BB-8),  Avengers: Age of Ultron; (fyrir Hulkbuster) og Jurassic World; (fyrir Indominus Rex).

Sjá má allar tilnefningar hér. Verðlaunin verða afhent í Los Angeles þann 2. febrúar næstkomandi.

RVX hefur sent frá sér brellusamklip (VFX Breakdown) þar sem sýnt er að hluta hvernig sjónrænar brellur Everest voru unnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR