Daglegt færslusafn: Feb 22, 2016

Stór íslenskur kvikmyndafókus í Póllandi

Þessa dagana standa yfir sýningar á fjölda íslenskra kvikmynda í Póllandi. Alls eru sýndar 27 myndir og fara sýningar fram í borgunum Gdansk, Poznan og Varsjá.

59% áhorf á lokaþætti „Ófærðar“ 

Rúmlega helmingur landsmanna horfði á línulega dagskrá á RÚV bæði á laugardags- og sunnudagskvöld, þegar Söngvakeppnin og lokaþættir Ófærðar voru á dagskrá. Þetta fer nærri því að vera mesta áhorf í heild yfir eina helgi síðan rafrænar mælingar hófust árið 2008, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV.

Jóhann Jóhannsson: Náin samvinna nauðsyn frá upphafi

Jóhann Jóhannsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í Sicario, ræddi tónlistarsköpun fyrir kvikmyndir í pallborðsumræðum á Stockfish hátíðinni um helgina ásamt kollegum sínum Hilmari Erni Hilmarssyni, Birgi Hilmarssyni og Ólafi Arnalds.