Sigmar Vilhjálmsson forsvarsmaður Konunglega kvikmyndafélagsins, rekstaraðila sjónvarpsstöðvanna Miklagarðs og Bravó, segist bjartsýnn á að hlutafjáraukningu félagsins ljúki sem fyrst. Félagið sagði öllum starfsmönnum upp í dag eftir um tveggja mánaða rekstur.
Samkomulag um samstarf Listhúss Kópavogsbæjar, lista- og menningarráðs og RIFF var undirritað í Kópavogi í dag. Framlag lista- og menningarsjóðs til hátíðarinnar nemur 3,5 milljónum króna.
Öllu starfsfólki Konunglega kvikmyndafélagsins, sem rekur sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Miklagarð, hefur verið sagt upp. Leitað er nýju hlutafé til að styrkja rekstur félagsins.
Stór hluti nýrrar myndar frá framleiðslufyrirtæki Ridleys Scotts eftir tölvuleiknum Halo fyrir tölvurisann Microsoft verður tekin upp hér á landi og á Írlandi. Framleiðslukostnaðurinn verður meira en tíu milljónir dollara en þegar hafa verið gerðar nokkrar myndir eftir tölvuleiknum.