Héraðið eftir Grím Hákonarson mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta Toronto hátíðarinnar sem hefst 5. september. Þetta er alþjóðleg frumsýning myndarinnar en sýningar á henni hefjast í Senubíóunum 14. ágúst.
Rúnar Rúnarsson ræðir við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um nýjustu mynd sína, Bergmál, sem nú keppir um Gullna hlébarðann á Locarno hátíðinni í Sviss.