Dagur Kári leikstýrir þáttaröðinni „Wilderness“ fyrir HBO Europe

Leikstjórarnir Martin Scorsese og Dagur Kári á góðri stund í Marrakesh.

Dagur Kári mun leikstýra þáttaröðinni Wilderness (Utmark) fyrir HBO Europe en tökur hefjast í Noregi í sumar.

Variety skýrir frá. Þættirnir verða átta talsins og eru skrifaðir af Kim Fupz Aakeson.

Wilderness er lýst sem kómísku drama sem gerist í norskum smábæ rétt norður af hjara veraldar og snýst um spilltan lögreglustjóra, alkóhólískan fjárhirði og bruggara sem er jafnframt náttúruunnandi. Finn Gjerdrum and Stein Kvae hjá hinu norska Paradox framleiða.

Sjá nánar hér: HBO Europe Orders Norwegian Comedy Series ‘Wilderness’ – Variety

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR