HeimEfnisorðÁsgeir H. Ingólfsson

Ásgeir H. Ingólfsson

Fyrsta bíómynd hinnar norsk/íslensku Lilju Ingólfsdóttur fær fimm verðlaun á Karlovy Vary

Norsk/íslenska leikstýran Lilja Ingólfsdóttir hlaut alls fimm verðlaun á nýafstaðinnni Karlovy Vary hátíðinni fyrir mynd sína Elskling. Aldrei áður hefur ein mynd fengið svo mörg verðlaun á hátíðinni.

Besta erlenda bíóið á árinu

Klapptré bað þrjá kvikmyndagagnrýnendur að velja bestu myndir ársins, þrjár íslenskar og fimm erlendar. Þau Jóna Gréta Hilmarsdóttir, Ásgeir H. Ingólfsson og Kolbeinn Rastrick brugðust skjótt við og létu ýmiskonar athugasemdir fylgja valinu. Hér eru topp fimm erlendar. Íslensku myndirnar birtast á morgun.

Heimildin um TILVERUR: Afdalabóndinn snýr aftur – aftur og aftur

"Vel leikin og fallega kvikmynduð, en klisjukennt og ófrumlegt handrit," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í Heimildinni um Tilverur Ninnu Pálmadóttur.

Sara Gunnarsdóttir: Gaman að ljá táningsstúlkum rödd

Ásgeir H.Ingólfsson ræðir við Söru Gunnarsdóttur í Heimildinni um feril sinn og gerð teiknimynda. Mynd Söru, My Year of Dicks, hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokki stuttra teiknimynda.

Menningarsmygl um VOLAÐA LAND: Vor vansköpuðu lönd

Volaða land Hlyns Pálmasonar er sýnd þessa dagana á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Ásgeir H. Ingólfsson er á hátíðinni og skrifar um myndina á vef sinn Menningarsmygl.

Hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar, spjall um THE NORTHMAN

Ásgeir H.Ingólfsson ræðir við Ragnar Bragason, Hauk Valdimar Pálsson og Ásgrím Sverrisson um kvikmyndina The Northman eftir Robert Eggers í þættinum Menningarsmygl á YouTube rásinni Samstöðinni.

Minnið og áföllin sem marka okkur, spjall um SKJÁLFTA

Ásgeir H.Ingólfsson heldur úti þættinum Menningarsmygl á YouTube rásinni Samstöðinni þar sem hann ræðir kvikmyndir og aðra menningu. Á dögunum ræddi hann við Sigurlín Bjarney Gísladóttur rithöfund og Brynhildi Björnsdóttur blaðamann um kvikmyndina Skjálfta eftir Tinnu Hrafnsdóttur.

Landsbyggðin er fortíðin í íslenskri kvikmyndagerð, spjall um VERBÚÐINA

Ásgeir H.Ingólfsson heldur úti þættinum Menningarsmygl á YouTube rásinni Samstöðinni þar sem hann ræðir kvikmyndir og aðra menningu. Á dögunum ræddi hann við Eirík Örn Norðdahl rithöfund og Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing um upplifun þeirra af þáttaröðinni Verbúðin.

Menningarsmygl um annan þátt VERBÚÐARINNAR: Survivor Verðbúð

"Virðist vera að þróast yfir í hálfgert Dallas útgerðamanna," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars um annan þátt Verbúðarinnar á vef sínum Menningarsmygl.

Menningarsmygl um VERBÚÐINA: Meðal róna og slordísa á Súganda

"Þetta er líflegt og skemmtilegt og fólk virðist sannarlega vera að vanda sig," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars um þáttaröðina Verbúðina á vef sínum Menningarsmygl.

[Stikla] Lestin um HVUNNDAGSHETJUR: Velkomin til Íslands

"Dýrmæt svipmynd af fjórum lífum og það er óskandi að við fáum fleiri slíkar sögur," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í Lestinni um heimildamyndina Hvunndagshetjur eftir Magneu B. Valdimarsdóttur, sem sýnd var á RIFF.

Lestin um WOLKA: Útlaginn Anna fer til Eyja

"Myndin undirstrikar einfaldlega hversu afskaplega mikið íslensk kvikmyndagerð missti við fráfall Árna Ólafs, hann var nefnilega rétt að byrja," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í Lestinni um Wolka Árna Ólafs Ásgeirssonar.

Ásgeir H. Ingólfsson um DÝRIÐ: Lambið í barnaherberginu

„Myndina mætti kannski flokka í ákveðna hefð nýlegra íslenskra mynda, sem gerast í afskekktum sveitum eða smáþorpum, en snúa upp á hefðina með nýju og torkennilegu bragði í súpuna," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson, sem hann sá nýverið á Karlovy Vary hátíðinni.

Lestin um SKUGGAHVERFIÐ: Þegar allt fer úrskeiðis

„Það væri vissulega alveg hægt að gera forvitnilega hryllingsmynd um vafasamt fasteignabraskið og góðærisgeðveikina í Skuggahverfi hrunáranna en þessi mynd er því miður alls ekki sú mynd,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 í umfjöllun sinni um Skuggahverfið eftir Jón Gústafsson og Karolina Lewicka.

Menningarsmygl um APAUSALYPSE: Að setja heiminn á bið

"Mikilvæg skjalfesting á óvenjulegu ástandi í veraldarsögunni - en vantar betri fókus," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars á vef sínum Menningarsmygl um heimildamyndina Apausalypse eftir Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason.

Lestin um ÖLMU: Sálin og hrunið, sveitin og geðveikrahælið

„Hér er einhver samruni ljóða og kvikmynda með nýjum meðulum sem maður hefur varla séð áður í íslensku bíói,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson um Ölmu Kristínar Jóhannesdóttur í umsögn sinni fyrir Lestina á Rás 1.

Menningarsmygl um A SONG CALLED HATE: Augnablik sem sker tímann í tvennt

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um heimildamyndina A Song Called Hate (Hatrið) eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur á vef sinn Menningarsmygl. Myndin var sýnd nýlega á RIFF og einnig á kvikmyndahátíðinni í Varsjá.

Menningarsmygl um RÁÐHERRANN: Fantasían í stjórnarráðinu

"Ráðherrann fer þá leið að búa einfaldlega til hreinræktaða fantasíu," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í umsögn sinni á Menningarsmygli um fyrstu tvo þættina.

Menningarsmygl um EUROVISION myndina: Karlabörn á Húsavík

Ásgeir H. Ingólfsson segir á Menningarsmygli að íslenski hluti Eurovison Song Contest: The Story of Fire Saga sé eins og Hollywood-uppfærsla á eldgömlu áramótaskaupi með Bond á eftirlaunum, samtöl séu skelfilega skrifuð og titillinn um það bil sá versti í sögunni - en þrátt fyrir það sé myndin merkilega fyndin á köflum.

Menningarsmygl um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Ferskur andblær í okkar ágæta kvikmyndasumar

"Einfaldlega ein besta íslenska mynd síðustu ára og ég get ekki beðið eftir að senda gagnrýnendavini mína erlendis á hana þegar hún fer á flakk," segir Ásgeir H. Ingólfsson á Menningarsmyglinu um Síðustu veiðiferðina eftir Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson.

Lestin um LAST AND FIRST MEN: Kveðjubréf Jóhanns Jóhannssonar á Berlinale

Útsendari Lestarinnar, Ásgeir H. Ingólfsson, flytur fregnir af kvikmyndahátíðinni Berlinale þar sem hann sá meðal annars Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson.

Berlinale 4: Uggur og andstyggð í Japan

Í fjórða pistli sínum frá Berlínarhátíðinni fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um bandarísku myndina Minamata eftir Andrew Levitas með Johnny Depp í aðalhlutverki.

Berlinale 3: Trámatíseraðir leikskólastarfsmenn og fallhlífastökk

Í þriðja pistli sínum frá Berlínarhátíðinni skrifar Ásgeir H. Ingólfsson um kanadísku myndina Anne at 13,000 ft. (eða Anna í 3962 metra hæð, svo þýtt sé yfir í metrakerfið).

Berlinale 1: Ritari Salingers og Sigourney Weaver

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar nú pistla frá Berlínarhátíðinni á vef sinn Menningarsmygl. Þeir eru einnig birtir hér með góðfúslegu leyfi Ásgeirs. í fyrsta pistli skrifar hann um opnunarmyndina My Salinger Year eftir Philippe Falardeau.

Menningarsmygl um „Héraðið“: Þegar mjólkin súrnar

Flatneskjuleg“ var fyrsta orðið sem ég heyrði um Héraðið þegar fyrstu dómarnir fóru að detta í hús. Það er eitthvað til í því – en það merkilega er að það er að einhverju leyti styrkur myndarinnar," segir Ásgeir H. Ingólfsson á vef sínum Menningarsmygl um kvikmynd Gríms Hákonarsonar.

Ásgeir H. Ingólfsson um Benedikt, kolefnisprump og kvikmyndahátíðir

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar frá kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary og segir frá uppgangi suður-kóreskra kvikmynda, suður-amerísku systramelódrama og vanhugsaðri – að hans mati – ræðu Benedikts Erlingssonar. Þetta birtist á vef RÚV.

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar frá Karlovy Vary um „Hvítan, hvítan dag“ og „Síðasta haustið“

Ásgeir H. Ingólfsson fjallar um Hvítan, hvítan dag eftir Hlyn Pálmason og Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg í Tengivagninum á Rás 1, en báðar voru sýndar á nýafstaðinni Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi.

Stundin um „Ófærð 2“: Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

"Ófærð er alvöru sjónvarpsviðburður. Það hafa töluvert betri sjónvarpsþættir verið framleiddir á Íslandi undanfarin ár, en engin sem nær sömu heljartökum á þjóðarsálinni," segir Ásgeir H. Ingólfsson í umsögn sinni um þættina í Stundinni.

RIFF 2018: Bjórþambandi Dani og Hollywood-ungstirni

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um RIFF hátíðina og helstu gesti hennar á vef sinn Menningarsmygl. RIFF stendur frá 27. september til 7. október.

Menningarsmygl um „Lof mér að falla“: Þegar eymdin ein er eftir

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Lof mér að falla eftir Baldvin Z á vef sinn Menningarsmygl. Hann segir margt fantavel gert í myndinni en að hún falli á handritinu, "ekki einstaka veikleikum í uppbyggingu sögunnar, heldur miklu frekar á því að handritið er ekki alveg jafn hugrakkt og kvikmyndagerðin sjálf."

Berlinale I: Englarnir hans Nick Cave

Hér birtist fyrri pistill Ásgeirs H. Ingólfssonar um Berlínarhátíðina síðustu, þar sem hann fjallar um Himininn yfir Berlín eftir Wim Wenders, River's Edge eftir Isao Yukisada og Isle of Dogs eftir Wes Anderson.

Þjóðfélag án ástar, spjall við Andrey Zvyagintsev um „Loveless“

Ásgeir H. Ingólfsson ræddi við rússneska leikstjórann Andrey Zvyagintsev á dögunum, en mynd hans Loveless (Ástlaus) er sýnd á Stockfish hátíðinni sem nú stendur yfir í Bíó Paradís.

RIFF 1: Ástarskortur og typpaslagur

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar og Untitled eftir Michael Glawogger, sem báðar eru sýndar á RIFF 2017.

Skjaldborg III: Veröld sem verður (og jaðarsportið heimildamyndir)

Í þriðja og síðasta pistli sínum um Skjaldborgarhátíðina 2017 fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um eftirfarandi myndir: Borða vaxa elska, Raise the Bar, Stökktu, Blóð, sviti og derby og Goðsögnin FC Kareoki. Hann fjallar auk þess um þau verk í vinnslu sem sýnt var úr á hátíðinni og fer yfir sjálfan hátíðarrammann.

Skjaldborg II: Veröld sem er

Í öðrum pistli sínum af þremur um Skjaldborg 2017 fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um myndirnar Í kjölfar feðranna, Vopnafjörður 690, A Portrait of Reykjavík, Siggi's Gallery, Bonjour mammon, Lesbos og Jóa.

Skjaldborg I: Veröld sem var

Þetta er fyrsti hlutinn af þremur í Skjaldborgar-uppgjöri Ásgeirs H. Ingólfssonar þetta árið – hinir pistlarnir birtast á næstu dögum.

Krummaskuðið Ísland

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar hugleiðingu um inntak og sýn nokkurra nýlegra íslenskra kvikmynda á samfélag sitt. Hann notar kvikmyndirnar Hjartastein og American Honey sem einskonar stökkpall og segir þær "tvær splunkunýjar myndir um unglingsástir og greddu í íslensku krummaskuði og bandarískum smábæjum og vegamótelum. Þær segja okkur heilmikið um þá kvöl og gleði sem fylgir því að vera ungur – en bara önnur þeirra segir okkur eitthvað að ráði um samfélagið sem hún sprettur úr."

Bandaríki tilfinninganna: spjall við pólska leikstjórann Tomasz Wasilewski

Í tilefni þess að pólska kvikmyndin United States of Love verður sýnd á RIFF, endurbirtum við viðtal Ásgeirs H. Ingólfssonar við leikstjórann Tomasz Wasilewski sem tekið var á Berlínarhátíðinni síðustu þar sem myndin hlaut verðlaun fyrir besta handritið (viðtalið birtist upphaflega þann 10. mars s.l.).

Vinnuþrælarnir í frelsisverksmiðjunni, spjall við Måns Månsson og Anders Mossling, leikstjóra og aðalleikara Yarden

Ásgeir H. Ingólfsson, sérlegur útsendari Klapptrés á nýafstaðinni Berlínarhátíð, hitti þá Måns Månsson og Anders Mossling, leikstjóra og aðalleikara sænsku myndarinnar Yarden á hátíðinni, en þessi áleitna kvikmynd hefur vakið mikla athygli.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR