Sara Gunnarsdóttir: Gaman að ljá táningsstúlkum rödd

Ásgeir H.Ingólfsson ræðir við Söru Gunnarsdóttur í Heimildinni um feril sinn og gerð teiknimynda. Mynd Söru, My Year of Dicks, hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokki stuttra teiknimynda.

Sara segir meðal annars:

„Ég elska að nota kvikun (e. animation) til að tjá stórar tilfinningar. Sögulega hafa teiknimyndir verið barnaefni, en það er sem betur fer mikið að breytast. Í gegnum tíðina hefur verið svo erfitt að gera teiknimyndir, því þarf svo mikla peninga og mannafla til. En nú er fullt af kvikunarlistamönnum sem þurfa ekkert leyfi eða peninga, og eru að gera ótrúlega fallega list heima hjá sér, af því við erum með After Effects og öll þessi kvikunarforrit. Nú er komin ný kvikunarlist sem er mögnuð. Þetta hefur kannski mest verið í litlum hópum á netinu, en þetta er hægt og rólega að brjótast í gegn,“ segir Sara Gunnarsdóttir og bætir við: „Í kvikmyndaheiminum er kvikunin ljóðlistin fyrir mér. Mér finnst skemmtilegast að fjalla um tilfinningar.“

Lesa má restina af viðtalinu hér.

HEIMILDHeimildin
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR