Daglegt færslusafn: Sep 6, 2015

RÚV með leikið íslenskt efni á hverjum sunnudegi í vetur

Í fyrsta sinn í sögu sinni býður RÚV uppá leikið íslenskt efni á hverjum sunnudegi í vetur. Þarna verður að finna meðal annars þrjár leiknar þáttaraðir (auk tveggja annarra sem verða á dagskrá á öðrum tímum vikunnar) og fjölda nýrra og nýlegra íslenskra bíómynda, auk eldri mynda sem hafa verið endurbættar með stafrænni tækni.

RÚV kynnir vetrardagskrána; þáttaraðir á fjórða tuginn, þar af fimmtán nýjar

RÚV hefur opnað vef þar sem vetrardagskráin er kynnt. Fjöldi nýrra þátta er á dagskránni en alls verða fimmtán nýjar þáttaraðir á dagskrá, auk þess sem frumsýndar verða nýjar kvikmyndir, heimildamyndir og stakir þættir til viðbótar við þáttaraðir sem snúa aftur. Rík áhersla verður á menningartengda dagskrárgerð.