End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins var frumsýnd í gærkvöld á opnun RIFF, en almennar sýningar hefjast í dag í Háskólabíói. Elfar og annar aðalleikari myndarinnar, John Hawkes, ræddu við áhorfendur eftir sýningu í gær en sérstakur viðburður þar sem Hawkes ræðir feril sinn verður í dag föstudag kl. 16 í Norræna húsinu.
Katja Adomeit framleiðandi er einn af heiðursgestum RIFF og heldur fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 4. október kl. 16. Nokkrir aðrir stíga einnig á stokk á þessari uppákomu sem kallast RIFF Talks.
Baltasar Kormákur sagði frá því í Kastljósi RÚV í gærkvöldi að Netflix myndi fjármagna íslenska þáttaröð á hans vegum og að tökur hefjist næsta vor í Gufunesi.
Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt.
Heimildamyndin Veröld sem var eftir Ólaf Sveinsson verður frumsýnd á RIFF. Í myndinni er annarsvegar hópi ferðalanga fylgt í fimm daga gönguferð á vegum Ferðafélagsins Augnabliks um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar sumarið 2006 skömmu áður en byrjað var að safna vatni í Hálsinn, dalinn sem Hálslón er kennt við, en hinsvegar er fjallað um byggingu Kárahnjúkavirkjunar.
Heimildamyndin Vasulka áhrifin (The Vasulka Effect) er meðal þeirra íslensku verka sem sýnd eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panorama í Malmö sem nú stendur yfir.
Gamanmyndahátíð Íslands fór fram um síðustu helgi á Flateyri í fjórða sinn. Áhorfendur völdu heimildamyndina Kanarí eftir Magneu B. Valdimarsdóttir og Mörtu Sigríði Pétursdóttur fyndnustu mynd hátíðarinnar og Edda Björgvinsdóttir var heiðruð fyrir framlag sitt til gamanmyndagerðar á Íslandi á undan sérstakri hátíðarsýningu á Stellu í orlofi.
Engar stjörnur, gagnrýnendasveit kvikmyndafræði Háskóla Íslands, hefur tekið saman lista yfir þær fimm kvikmyndir á RIFF sem hópurinn er spenntastur fyrir.
Á vef Kodak er rætt við Maria von Hausswolff sem stjórnaði kvikmyndatöku á mynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur. Myndin var tekin upp á 2-perf Super35mm widescreen format og í viðtalinu ræðir Maria hversvegna svo var.
Kosning um framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020 er hafin og stendur til miðnættis 24. september. Meðlimir ÍKSA, Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, velja framlagið og að þessu sinni er valið milli fjögurra kvikmynda.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 26. september næstkomandi með frumsýningu á kvikmyndinni End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins. Hátíðinni lýkur 6. október með frumsýningu á Parasite eftir Bong Joon-ho sem vann Gullpálmann í Cannes í vor.
"Þessi lúmskt fyndna tragikómedía úr alíslenskum raunveruleika springur út í dæmisögu sem á við alls staðar á öllum tímum," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Héraðið Gríms Hákonarsonar og gefur henni fjórar stjörnur.
RIFF 2019 stendur yfir dagana 26. september til 6. október og fer hátíðin að mestu fram í Bíó Paradís. Líkt og fyrri daginn eru fjöldi bíómynda, heimildamynda og stuttmynda á dagskrá auk margskonar viðburða. Franska leikstýran Claire Denis er sérlegur heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni.
Flatneskjuleg“ var fyrsta orðið sem ég heyrði um Héraðið þegar fyrstu dómarnir fóru að detta í hús. Það er eitthvað til í því – en það merkilega er að það er að einhverju leyti styrkur myndarinnar," segir Ásgeir H. Ingólfsson á vef sínum Menningarsmygl um kvikmynd Gríms Hákonarsonar.
Stikla dönsk/íslensku ævintýramyndarinnar Goðheimar hefur verið opinberuð og má skoða hér. Myndin fjallar um víkingabörnin Röskvu og Þjálfa sem koma í Goðheima með þrumuguðinum Þór og Loka hinum lævísa. Goðheimar eru að hruni komnir og eingöngu krakkarnir geta komið til bjargar.