“End of Sentence” opnunarmynd RIFF, almennar sýningar hefjast í dag

Elfar Aðalsteins (fyrir miðju) og John Hawkes (til hægri) ræða við Martein Þórsson um End of Sentence í Háskólabíói á opnun RIFF fimmtudag 26. september 2019.

End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins var frumsýnd í gærkvöld á opnun RIFF, en almennar sýningar hefjast í dag í Háskólabíói. Elfar og annar aðalleikari myndarinnar, John Hawkes, ræddu við áhorfendur eftir sýningu í gær en sérstakur viðburður þar sem Hawkes ræðir feril sinn verður í dag föstudag kl. 16 í Norræna húsinu.

End of Sentence er svo lýst:

Eftir að Frank Fogle verður ekkill, fer hann, hikandi þó, í ferðalag til að virða ósk eiginkonu sinnar sálugu, um að dreifa ösku hennar í afskekkt stöðuvatn í heimalandi hennar Írlandi, og með í för er sonur hans, Sean. Þegar Sean kemur úr fangelsinu er það ekki efsti í huga hans að hann sé að fara í ferðalag til útlanda með föður sínum, sem hann hefur haft lítið samband við.

 

Athugasemdir

álit

Um höfundinn
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

Tengt efni