HeimEfnisorðElfar Aðalsteins

Elfar Aðalsteins

SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN vinnur til verðlauna í Santa Barbara

Kvikmynd Elfars Aðalsteins, Sumarljós og svo kemur nóttin, vann til verðlauna sem besta norræna myndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í í Kaliforníu.

Lestin um SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN: Þorpið segir áhorfendum sögur af íbúum

Margar furðulegar og skemmtilegar persónur en frásögnin ekki nógu heildstæð, er meðal þess sem Guðrún Elsa Bragadóttir gagnrýnandi Lestarinnar, nefnir í umsögn sinni um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.

Screen um SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN: Leitin að lífsfyllingu

Lauslega ofið safn smásagna sem hættir til að vera yfirborðskennt en tilfinning fyrir samfélagi og umhverfi er sannfærandi, segir Wendy Ide hjá Screen meðal annars í umsögn um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.

Morgunblaðið um SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN: Persónugallerí Vesturlands

"Hluti af þessari nýju og spennandi stefnu í íslenskri kvikmyndagerð sem felst í því að fanga tilveru mannsins," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars í fjögurra og hálfs stjörnu umsögn um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.

Fréttablaðið um SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN: Ástarljóð á filmu til íslenska sjávarþorpsins

"Sagan er marglaga og styrkleikarnir fleiri en veikleikarnir. Myndin er til þess fallin að ganga í breiðan hóp kvikmyndaunnenda heima og heiman og því er óhætt að mæla með henni fyrir næstu bíóferð," skrifar Nína Richter í Fréttablaðið um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.

[Stikla] SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN lokamynd RIFF

Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins verður lokamynd RIFF í ár. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2006.

SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN valin í verk í vinnslu á Les Arcs

Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins hefur verið valin til þátttöku í verk í vinnslu hluta Les Arcs kvikmyndahátíðarinnar. 17 kvikmyndir í eftirvinnslu verða kynntar fyrir fagaðilum í kvikmyndaiðnaðinum, en viðburðurinn er hluti af Industry Village sem fer fram í stafrænu formi dagana 20.-22. janúar.

Þáttaröðin VITJANIR og bíómyndin SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN fá styrki frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Vitjanir sem Glassriver framleiðir og Eva Sigurðardóttir leikstýrir hlaut á dögunum rúman 33 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Einnig hlaut bíómyndin Sumarljós og svo kemur nóttin sem Berserk Films framleiðir og Elfar Aðalsteins leikstýrir um 17 milljóna króna styrk.

Deadline um END OF SENTENCE: Frábærlega vel leikin

Deadline birtir umsögn um kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, en myndin opnar í dag á VOD í Bandaríkjunum. Sigurjón Sighvatsson er meðal framleiðenda ásamt Elfari.

„End of Sentence“ hlýtur sérstök dómnefndarverðlaun í Mannheim-Heidelberg

Kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Mannheim-Heidelberg sem fór fram dagana 14. - 24. nóvember.

„End of Sentence“ opnunarmynd RIFF, almennar sýningar hefjast í dag

End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins var frumsýnd í gærkvöld á opnun RIFF, en almennar sýningar hefjast í dag í Háskólabíói. Elfar og annar aðalleikari myndarinnar, John Hawkes, ræddu við áhorfendur eftir sýningu í gær en sérstakur viðburður þar sem Hawkes ræðir feril sinn verður í dag föstudag kl. 16 í Norræna húsinu.

Fimm íslenskar bíómyndir í haust

Alls er útlit fyrir að fimm íslenskar bíómyndir verði í sýningum þetta haustið. Héraðið eftir Grím Hákonarson er nýkomin í sýningar, en væntanlegar eru Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Hæ hó Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Gullregn eftir Ragnar Bragason sem kemur rétt eftir áramót. Auk þess verður kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteinsson sýnd á RIFF.

Hollywood Reporter lofar „End of Sentence“, Íslandsfrumsýning á RIFF 

End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins fær góða dóma í The Hollywood Reporter, en myndin verður frumsýnd á Íslandi á næstu RIFF hátíð sem hefst í lok september.

„End of Sentence“ fær góðar viðtökur í Edinborg

End of Sentence, fyrsta bíómynd Elfars Aðalsteins, var frumsýnd á Edinborgarhátíðinni sem lauk um helgina. Screen segir hana hafa verið meðal umtöluðustu titlana á hátíðinni og gagnrýnandi miðilsins gefur henni góða dóma.

Elfar Aðalsteins og Karl Óskarsson gera mynd á Írlandi

Elfar Aðalsteins er nú við tökur á End of Sentence, fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd. Þær fara fram á Írlandi. Karl Óskarsson er tökumaður, en þeir Elfar gerðu saman stuttmyndina Sailcloth með John Hurt í aðalhlutverki, fyrir nokkrum árum og var hún valin stuttmynd ársins á Eddunni 2013. Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eva María Daníels og Sigurjón Sighvatsson framleiða ásamt Samson Films á Írlandi og Elfari.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR