spot_img

SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN valin í verk í vinnslu á Les Arcs

Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins hefur verið valin til þátttöku í verk í vinnslu hluta Les Arcs kvikmyndahátíðarinnar. 17 kvikmyndir í eftirvinnslu verða kynntar fyrir fagaðilum í kvikmyndaiðnaðinum, en viðburðurinn er hluti af Industry Village sem fer fram í stafrænu formi dagana 20.-22. janúar.

Sumarljós og svo kemur nóttiner byggð á samnefndri skáldsögu eftir Jón Kalman Stefánsson en Elfar Aðalsteins leikstýrði og skrifaði handritið að kvikmyndinni.

Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar mófugla. Af bóndanum með bassaröddina sem strengir fallegar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, einmana gröfukalli sem skellir sér í helgarferð til London og gömlum Dodge 55.

Myndin er íslensk/belgísk/sænsk samframleiðsla og framleiðendur eru Heather Millard, Lilja Ósk Snorradóttir, Elfar Aðalsteins og Ólafur Darri Ólafsson og meðframleiðendur eru Xavier Rombaut, Elisa Heene, Fredrik Lange og Jonas Kellagher.

Nánari upplýsingar um Les Arcs hátíðina og Industry Village er að finna á heimasíðu hátíðarinnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR