Stór opnunarhelgi á VILLIBRÁÐ

Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur var frumsýnd um helgina og ljóst að áhugi er mikill á myndinni sem er í fyrsta sæti aðsóknarlistans.

5,605 gestir sáu myndina yfir helgina, en alls 6,355 með forsýningum. Þetta er mun stærri opnunarhelgi en hjá vinsælum nýlegum myndum eins og til dæmis Allra síðustu veiðiferðinni, Saumaklúbbnum, Ömmu Hófí og Síðustu veiðiferðinni, en nokkuð minni en á Leynilöggu. Með fyrirvara um að ekki er alltaf beint samhengi milli opnunarhelgar og endanlegrar aðsóknar má ætla að myndin geti farið yfir þrjátíu þúsund gesti.

Tvær aðrar íslenskar myndir frá fyrra ári eru enn í sýningum. Sumarljós og svo kemur nóttin hefur nú fengið alls 4,208 gesti eftir þrettándu helgi. Jólamóðir hefur fengið 1,394 gesti eftir aðra sýningarhelgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 2.-8. jan. 2023

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
Villibráð 5,605 (helgin) 6,355 (með forsýningum)
13 Sumarljós og svo kemur nóttin 4,208 (-)
2 Jólamóðir 1,394 (-)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR