Gamanmyndin Þorsti eftir Steinþór Hróar Steinþórsson (Steinda jr.) og Gauk Úlfarsson, var frumsýnd í Sambíóunum föstudaginn 25. október s.l. Myndin tengist þáttaröðinni Góðir landsmenn sem sömu aðilar stóðu að og var sýnd á Stöð 2.
Northern Wave kvikmyndahátíðin fór fram um helgina í Frystiklefanum á Rifi. Veitt voru fern verðlaun á hátíðinni. Verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina fóru til Ara Allanssonar fyrir stuttmyndina Móðurást.
Sky Studios og Sagafilm hafa gert með sér þróunar- og dreifingarsamning. Samningurinn felur í sér að Sky Studios komi að verkefnum Sagafilm á þróunarstigi og mun NBCUniversal Global Distribution í kjölfarið dreifa efninu á heimsvísu.