Aðsókn | „Agnes Joy“ með yfir fimm þúsund áhorfendur, „Þorsti“ frumsýnd

Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur er í 2. sæti eftir aðra sýningarhelgi með alls 5,403 áhorfendur.

Þetta verður að teljast nokkuð góður árangur en myndin hefur spurst vel út. 3,273 sáu Agnes Joy í vikunni, en alls hefur myndin fengið 5,403 gesti eftir 2. sýningarhelgi.

1,018 sáu Þorsta, sem var frumsýnd um helgina, en alls 1,618 með forsýningu. Myndin er í 6. sæti.

916 sáu Goðheima (Valhalla) í vikunni. Myndin hefur fengið alls 3,927 gesti eftir 3 sýningarhelgar.

Alls sáu 190 Hvítan, hvítan dag í vikunni, en heildaraðsókn nemur nú 10,947 manns eftir 9 sýningarhelgar.

Aðsókn á íslenskar myndir 21.-27. okt. 2019

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
2Agnes Joy3,2735,4032,130
Þorsti1,0181,618 (með forsýningu)-
3Goðheimar (Valhalla)9163,9273,011
9Hvítur, hvítur dagur19010,94710,757
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR