HeimEfnisorðHvítur hvítur dagur

Hvítur hvítur dagur

18 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2020

Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 18 alþjóðleg verðlaun á Covid-árinu 2020. Alls fengu 6 bíómyndir, 2 heimildamyndir og 4 stuttmyndir verðlaun á árinu. 

The Guardian um HVÍTAN, HVÍTAN DAG: Stjórnlaus bræði og sláandi kraftur

Peter Bradshaw skrifar í The Guardian um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd á Curzon Home Cinema í Bretlandi. Bradshaw segir myndina takast að koma áhorfandanum úr jafnvægi og halda honum á sætisbríkinni.

HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR verðlaunuð á Spáni

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason vann um síðastliðna helgi aðalverðlaun D’A kvikmyndahátíðarinnar í Barcelona, en þetta eru fimmtándu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Hátíðin fór fram á netinu vegna faraldursins.

Variety um HVÍTAN, HVÍTAN DAG: Sjáðu hana tvisvar

"Þessi sálfræðitryllir um syrgjandi ekkil í hefndarleit afhjúpar Hlyn Pálmason sem meiriháttar hæfileikamann," segir Peter Debruge í Variety um Hvítan, hvítan dag. Myndin er nú sýnd á Film Movement streymisveitunni í Bandaríkjunum.

Ingvar E. verðlaunaður í Frakklandi fyrir HVÍTAN, HVÍTAN DAG

Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn í evrópskri mynd í fullri lengd fyrir hlutverk sitt í Hvítum, hvítum degi Hlyns Pálmasonar á kvikmyndahátíðinni Premiers Plans í Angers í Frakkland, sem fram fór 17.-26. janúar.

33 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2019

Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 33 alþjóðleg verðlaun á árinu 2019. Hæst bera verðlaun til handa Ingvari E. Sigurðssyni fyrir Hvítan, hvítan dag í Cannes (Critics' Week) og aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins í Locarno fyrir Bergmál Rúnars Rúnarssonar.

„Hvítur, hvítur dagur“ fær þrenn verðlaun í Torino

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason vann þrenn verðlaun á Torino kvikmyndahátíðinni á Ítalíu um helgina. Klippari myndarinnar, Julius Krebs Damsbo, var viðstaddur hátíðina og tók á móti verðlaununum.

Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir „Hvítan, hvítan dag“

Ingvar E. Sigurðsson er tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Hvítum, hvítum degi eftir Hlyn Pálmason. Þetta var kunngjört í gær.

„Hvítur, hvítur dagur“ verðlaunuð í Bandaríkjunum, sögð eiga góða möguleika á Óskarstilnefningu

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta norræna kvikmyndin á Nordic International Film Festival í New York sem fram fór á dögunum. Myndin er einnig meðal þeirra fimm mynda sem hvað helst koma til greina við Óskarstilnefningu að sögn blaðamanns Hollywood Reporter.

Ingvar E. verðlaunaður fyrir leik sinn í „Hvítum, hvítum degi“

Ingvar E. Sigurðsson var valin besti leikarinn á elstu kvikmyndahátíð Kanada, FNC kvik­mynda­hátíðinni í Montreal á dögunum, fyrir Hvítan, hvítan dag. Fyrir hafði hann unnið Ris­ing Star verðlaun­in í Cann­es og einnig verðlaun­ í Transilvaniu, Rúm­en­íu.

Engar stjörnur um „Hvítan, hvítan dag“: Varla ferskt né þarft viðfangsefni

Arína Vala Þórðardóttir hjá Engum stjörnum, gagnrýnendavef Kvikmyndafræði Háskóla Íslands, skrifar um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar og segir frásagnaraðferðina listilega en viðfangsefnið, karlmannskrísu, varla ferskt, áhugavert eða þarft árið 2019.

Óvenju mikið af verkum í sýningum, konur áberandi á lykilpóstum

Óvenju mörg verk íslenskra kvikmyndagerðarmanna eru í sýningum þessa dagana eða alls tíu talsins. Þarna má finna bíómyndir, heimildamyndir, leiknar þáttaraðir og heimildaþáttaraðir. Einnig er óvenjulegt að kvenkyns höfundar standa að baki flestum þessara verka.

„Hvítur, hvítur dagur“ fær tvenn verðlaun á Hamptons hátíðinni

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta leikna kvikmyndin á hinni virtu kvikmyndahátíð í Hamptons í Bandaríkjunum. Þar að auki hlaut Ída Mekkín Hlynsdóttir sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir leik sinn í myndinni.

„Hvítur, hvítur dagur“ verðlaunuð í Zurich

Hvítur hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut sérstaka viðurkenningu á Zurich Film Festival í Sviss í flokknum besta alþjóðlega myndin. Leikstjórinn Oliver Stone var formaður dómnefndar en hátíðin fór fram dagana 26.september-6.október . Einnig tók Hlynur Pálmason leikstjóri þátt í Masterclass á hátíðinni.

Aðsókn | „Goðheimar“ opnar í fjórða sæti

Dansk/íslenska myndin Goðheimar fékk rúma 1500 gesti um frumsýningarhelgina. Hvítur, hvítur dagur og Héraðið eru báðar komnar yfir mesta aðsóknarkúfinn og malla nú áfram.

„Hvítur, hvítur dagur“ framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020

Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt.

Kodak ræðir við Maria von Hausswolf um tökurnar á „Hvítum, hvítum degi“

Á vef Kodak er rætt við Maria von Hausswolff sem stjórnaði kvikmyndatöku á mynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur. Myndin var tekin upp á 2-perf Super35mm widescreen format og í viðtalinu ræðir Maria hversvegna svo var.

Jón Viðar segir Hlyn ekki kunna að leikstýra – framleiðendur nota ummælin í kynningu

Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi finnur Hvítum, hvítum degi eftir Hlyn Pálmason flest til foráttu á fésbókarsíðu sinni. Framleiðendur myndarinnar hafa tekið sum ummæla Jóns Viðars og notað í kynningarherferð verksins.

Menningin um „Hvítan, hvítan dag“: Listilega ofin áfallasaga

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur er eftirminnilegt listaverk sem ofið er úr mörgum sterkum þráðum, segir Heiða Jóhannsdóttir kvikmyndagagnrýnandi í Menningunni á RÚV. „Hlynur Pálmason er frábær fulltrúi þess nýja hæfileikafólks sem veitir ferskum straumum inn í íslenska kvikmyndagerð um þessar mundir.“

Fréttablaðið um „Hvítan, hvítan dag“: Ágeng innansveitartragedía

"Stemningsmynd sem nagar sig hægt og bítandi en af sívaxandi þunga djúpt í vitund áhorfenda," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar.

Morgunblaðið um „Hvítan, hvítan dag“: Æsispennandi, hjartnæm og ískrandi kómísk á köflum

"Gerð á sígilda vísu en er jafnframt fersk og frumleg. Hún er æsispennandi en líka hjartnæm og ískrandi kómísk á köflum," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar. Hún gefur myndinni fimm stjörnur.

Lestin um „Hvítan, hvítan dag“: Marglaga listræn kvikmynd sem kafar á dýpið

Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir Lestarinnar segir að Hlynur Pálmason dýfi sér ofan í brunn sagnaminnis mannkynsins í Hvítum, hvítum degi – og komi upp úr kafinu með frábært kvikmyndaverk. Myndin er frumsýnd 6. september í kvikmyndahúsum Senu.

„Agnes Joy“ heimsfrumsýnd á Busan hátíðinni

Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur og Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason verða sýndar á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Busan í Suður Kóreu sem fer fram dagana 3.–12. október. Báðar myndirnar munu taka þátt í World Cinema hluta hátíðarinnar.

„Hvítur, hvítur dagur“ framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason er framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilkynnt var um tilnefningarnar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í gær. Vinningshafinn verður tilkynntur við hátíðlega athöfn 29. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.

„Hvítur, hvítur dagur“ í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Evrópska kvikmyndaakademían hefur tilkynnt um þær 46 evrópsku bíómyndir sem verða í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason er þeirra á meðal.

Fimm íslenskar bíómyndir í haust

Alls er útlit fyrir að fimm íslenskar bíómyndir verði í sýningum þetta haustið. Héraðið eftir Grím Hákonarson er nýkomin í sýningar, en væntanlegar eru Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Hæ hó Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Gullregn eftir Ragnar Bragason sem kemur rétt eftir áramót. Auk þess verður kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteinsson sýnd á RIFF.

„Hvítur, hvítur dagur“ verðlaunuð í Motovun

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta mynd kvikmyndahátíðarinnar í Motovun í Króatíu í gær. Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari myndarinnar, tók við verðlaununum. RÚV segir frá.

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar frá Karlovy Vary um „Hvítan, hvítan dag“ og „Síðasta haustið“

Ásgeir H. Ingólfsson fjallar um Hvítan, hvítan dag eftir Hlyn Pálmason og Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg í Tengivagninum á Rás 1, en báðar voru sýndar á nýafstaðinni Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi.

[Stikla] „Hvítur, hvítur dagur“ frumsýnd 6. september

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason verður frumsýnd í Senubíóunum þann 6. september. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð og má sjá hana hér.

Ingvar E. verðlaunaður í Rúmeníu fyrir „Hvítan, hvítan dag“

Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu þann 8. júní. Fyrir skemmstu hlaut Ingvar verðlaun fyrir leik sinn í myndinni á Cannes hátíðinni.

Ingvar Sigurðsson valinn besti leikarinn á Critics’ Week í Cannes

Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á Critics' Week, hliðardagskrá hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Cannes. Verðlaunin eru kennd við Louis Roederer Foundation (Louis Roederer Foundation Rising Star Award) og eru önnur aðalverðlaunanna á Critics' Week sem veitt eru fyrir mynd í fullri lengd.

Hollywood Reporter um „Hvítan, hvítan dag“: Áræðinn leikstjóri sem veita ætti athygli

Gagnrýnandi Hollywood Reporter er hrifinn af Hvítum, hvítum degi Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Í dóminum segir að Hlynur sé áræðinn leikstjóri sem rétt sé að veita athygli.

Screen um „Hvítan, hvítan dag“: Sjónrænt grípandi og áhrifamikil

Lisa Nesselson skrifar um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar í Screen, en myndin var frumsýnd á Cannes hátíðinni í gær. Hún segir hana meðal annars sjónrænt grípandi og áhrifamikla.

Hlynur Pálmason ræðir um „Hvítan, hvítan dag“

Hlynur Pálmason ræðir við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um mynd sína Hvítan, hvítan dag og væntanlega frumsýningu á Critics' Week í Cannes þann 16. maí.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR