Peter Bradshaw skrifar í The Guardian um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd á Curzon Home Cinema í Bretlandi. Bradshaw segir myndina takast að koma áhorfandanum úr jafnvægi og halda honum á sætisbríkinni.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason vann um síðastliðna helgi aðalverðlaun D’A kvikmyndahátíðarinnar í Barcelona, en þetta eru fimmtándu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Hátíðin fór fram á netinu vegna faraldursins.
"Þessi sálfræðitryllir um syrgjandi ekkil í hefndarleit afhjúpar Hlyn Pálmason sem meiriháttar hæfileikamann," segir Peter Debruge í Variety um Hvítan, hvítan dag. Myndin er nú sýnd á Film Movement streymisveitunni í Bandaríkjunum.
Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn í evrópskri mynd í fullri lengd fyrir hlutverk sitt í Hvítum, hvítum degi Hlyns Pálmasonar á kvikmyndahátíðinni Premiers Plans í Angers í Frakkland, sem fram fór 17.-26. janúar.
Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 33 alþjóðleg verðlaun á árinu 2019. Hæst bera verðlaun til handa Ingvari E. Sigurðssyni fyrir Hvítan, hvítan dag í Cannes (Critics' Week) og aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins í Locarno fyrir Bergmál Rúnars Rúnarssonar.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason vann þrenn verðlaun á Torino kvikmyndahátíðinni á Ítalíu um helgina. Klippari myndarinnar, Julius Krebs Damsbo, var viðstaddur hátíðina og tók á móti verðlaununum.
Ingvar E. Sigurðsson er tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Hvítum, hvítum degi eftir Hlyn Pálmason. Þetta var kunngjört í gær.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson voru báðar verðlaunaðar á 61. Norrænu kvikmyndadögunum í Lübeck sem lauk um helgina.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta norræna kvikmyndin á Nordic International Film Festival í New York sem fram fór á dögunum. Myndin er einnig meðal þeirra fimm mynda sem hvað helst koma til greina við Óskarstilnefningu að sögn blaðamanns Hollywood Reporter.
Ingvar E. Sigurðsson var valin besti leikarinn á elstu kvikmyndahátíð Kanada, FNC kvikmyndahátíðinni í Montreal á dögunum, fyrir Hvítan, hvítan dag. Fyrir hafði hann unnið Rising Star verðlaunin í Cannes og einnig verðlaun í Transilvaniu, Rúmeníu.
Arína Vala Þórðardóttir hjá Engum stjörnum, gagnrýnendavef Kvikmyndafræði Háskóla Íslands, skrifar um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar og segir frásagnaraðferðina listilega en viðfangsefnið, karlmannskrísu, varla ferskt, áhugavert eða þarft árið 2019.
Óvenju mörg verk íslenskra kvikmyndagerðarmanna eru í sýningum þessa dagana eða alls tíu talsins. Þarna má finna bíómyndir, heimildamyndir, leiknar þáttaraðir og heimildaþáttaraðir. Einnig er óvenjulegt að kvenkyns höfundar standa að baki flestum þessara verka.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta leikna kvikmyndin á hinni virtu kvikmyndahátíð í Hamptons í Bandaríkjunum. Þar að auki hlaut Ída Mekkín Hlynsdóttir sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir leik sinn í myndinni.