Aðsókn | „Agnes Joy“ opnar í þriðja sæti

Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur opnar í 3. sæti frumsýningarhelgina með alls 2,130 áhorfendur.

Þetta er nokkuð minna en opnunarhelgi Héraðsins (2,736 gestir). 1,175 sáu Agnes Joy um helgina, en alls fékk myndin 2,130 að forsýningu meðtalinni.

1,466 sáu Goðheima (Valhalla) í vikunni. Myndin hefur fengið alls 3,011 gesti eftir 2 sýningarhelgar.

Alls sáu 191 Hvítan, hvítan dag í vikunni, en heildaraðsókn nemur nú 10,757 manns eftir sjö sýningarhelgar.

88 gestir sáu Héraðið í vikunni, en myndin hefur nú fengið alls 10,231 gesti eftir tíu helgar, en sýningum lýkur í vikulok.

Aðsókn á íslenskar myndir 14.-20. okt. 2019

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
Agnes Joy1,175 (helgin)2,130 (með forsýningum)-
2Goðheimar (Valhalla)1,4663,0111,545
7Hvítur, hvítur dagur19110,75710,566
10Héraðið8810,23110,143
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR