HÉRAÐIÐ og GULLREGN tilnefndar til Arnarins, pólsku kvikmyndaverðlaunanna

Héraðið eftir Grím Hákonarson og Gullregn Ragnars Bragasonar fá báðar tilnefningu til pólsku kvikmyndaverðlaunanna sem veitt verða í maí.

Héraðið er tilnefnd sem besta evrópska kvikmyndin og Gullregn fær tilnefningu fyrir förðun ársins (Áslaug Dröfn Sigurðardóttir).

Örninn, pólsku kvikmyndaverðlaunin, voru sett á fót 1999, sama ár og Edduverðlaunin. Fyrirkomulag kosninga er hið sama og hjá ÍKSA, meðlimir akademíunnar kjósa um bestu verk og mannskap.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR