Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.
Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson keppa um titilinn Norræn heimildamynd ársins á Nordisk Panorama. Gullregn Ragnars Bragasonar hefur verið valin á Toronto hátíðina.
Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson fer vel af stað. Myndin er á toppnum eftir opnunarhelgina með yfir fimm þúsund áhorfendur.
Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir Lestarinnar á Rás 1 segir Gullregn vera tragikómískan sálfræðitrylli um rasisma og vítahring ofbeldis sem flyst frá einni kynslóð til annarrar. Þó henni fatist aðeins flugið í blálokin sé hún á heildina litið mjög vel gerð kvikmynd sem skilji eftir sig óþægilega tilfinningu að áhorfi loknu.
„Sé litið á Gullregn sem stúdíu á mannlegri hegðun, þar sem stjórnsemi, þöggun og skömm ráða för, er hún uppfull af áhugaverðum atriðum þar sem hinn sterki leikhópur myndarinnar nýtur sín vel,“ segir í umfjöllun Heiðu Jóhannsdóttur um kvikmyndina Gullregn í Menningunni á RÚV.
"Ádeilutónn Gullregns hljómar jafn skýrt tæpum áratug eftir að það sló í gegn í Borgarleikhúsinu," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um kvikmynd Ragnars Bragasonar.