14 myndir keppa um titilinn Norræn heimildamynd ársins, en verðlaunafé nemur 11 þúsund evrum, eða sem nemur um 1,8 miljón króna. Norrænu almannastöðvarnar fjármagna verðlaunin sameiginlega. Nordisk Panorama verður haldin í Malmö dagana 17.-27. september.
Athygli vekur að Bergmál sé valin á heimildamyndahátíð en myndin er nokkurskonar blanda skáldskapar og veruleika. Í viðtali við Nordic Film and TV News sagði Rúnar meðal annars að „fólk hefur tilhneigingu til að líta á heimildamyndir sem sannari en leiknar myndir, en bæði formin byggja á sýn og ákvörðunum tiltekinnar manneskju.“
Þá hefur Gullregn eftir Ragnar Bragason verið valin á Toronto hátíðina sem fram fer í blönduðu formi (fýsisku og rafrænu) dagana 10.-20. september.













