Kolbeinn Rastrick fjallar um Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar í Lestinni á Rás 1 og segir hana meðal annars "eitt eftirminnilegasta íslenska kvikmyndaverk síðari ára."
Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar um Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar í Morgunblaðið og segir hana meðal annars sjónrænt meistaraverk þó stundum sé fagurfræðin talin mikilvægari en handritið.
Tvær kvikmyndir Rúnars Rúnarssonar, bíómyndin Ljósbrot annarsvegar og stuttmyndin O (Hringur) hinsvegar, hafa verið valdar á Torontohátíðina sem fram fer 5.-15. september.
Rúnar Rúnarsson hlaut leikstjórnarverðlaunin á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu á dögunum fyrir mynd sína Ljósbrot. Ný stikla myndarinnar er komin út, en sýningar hefjast á Íslandi 28. ágúst.
Stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, O (Hringur), tekur þátt í keppni á Feneyjahátíðinni sem fram fer í september. Þetta var tilkynnt í morgun. Skemmst er að minnast þess að bíómynd Rúnars, Ljósbrot, var frumsýnd á Cannes hátíðinni í maí.
Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson og stuttmyndin Vem ropar för Alvar eftir Önnu Jóakimsdóttur-Hutri verða sýndar á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Hátíðin fer fram dagana 28. júní til 6. júlí. Rithöfundurinn Sjón mun sitja í aðaldómnefnd hátíðarinnar.
Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar er á meðal verkefna sem hljóta styrki í annarri úthlutun Eurimages-sjóðsins á árinu 2023. Veitt er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári til samframleiðsluverkefna.
Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur veitt kvikmyndinni Ljósbrot í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar tæplega 19 milljón króna styrk. Þetta var tilkynnt í dag. Tökur hefjast í haust.
Einvera (Solitude), verkefni í þróun eftir Ninnu Pálmadóttur, vann á dögunum til ArteKino verðlaunanna fyrir besta verkefnið á Coproduction Village, samframleiðslumarkaði kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi.
Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson keppa um titilinn Norræn heimildamynd ársins á Nordisk Panorama. Gullregn Ragnars Bragasonar hefur verið valin á Toronto hátíðina.
Bergmál Rúnars Rúnarssonar er tilnefnd fyrir Íslands hönd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilkynnt var um þær fimm kvikmyndir sem hljóta tilnefningu að þessu sinni á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í dag. Verðlaunin verða afhent þriðjudaginn 27. október næstkomandi í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík.
Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson er nú í boði á efnisveitunni MUBI og af því tilefni skrifar Ellen E. Jones, gagnrýnandi The Guardian, um myndina. Hún segir hana meðal annars upprennandi öðruvísi jóla-klassík.
Kvikmyndin Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson vann aðalverðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni Gyllti hrafninn sem fór fram dagana 9. - 15. mars í Anadyr í Rússlandi.
"Djörf og flott tilraun og heildarútkoman er einkar áhrifarík,“ segir Heiða Jóhannsdóttir gagnrýnandi Menningarinnar á RÚV um Bergmál Rúnars Rúnarssonar.
"Rúnar Rúnarsson gefur fullkominn skít í hefðbundinn frásagnarhátt og ævafornar reglur Aristótelesar í þeim efnum með djarfri tilraun sem gerir talsverðar kröfur til áhorfenda sem uppskera ríkulega ef þeir nenna að leggja sitt af mörkum til verksins," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu í 4 stjörnu dómi um Bergmál.
"Hún er flókin að því leyti að hún er afar merkingarþrungin, áhorfandinn kynnist mörgum ólíkum sjónarhornum og þarf að raða þeim saman," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Bergmál Rúnars Rúnarssonar.
„Það er reisn og fegurð yfir öllum manneskjunum í myndinni, sjónarhornið er ekki hlutlaust, þrátt fyrir að leikstjórinn leitist ef til vill við að rannsaka mannlegt eðli líkt og mannfræðingur eða sálgreinandi,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir í Lestinni á Rás 1 um kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Bergmál.
Bergmál Rúnars Rúnarssonar er frumsýnd í Senubíóunum í dag, en myndin hefur nú verið seld til tíu landa. Nýlega var gengið frá dreifingu myndarinnar í tuttugu og fimm kvikmyndahúsum í Hollandi og geta þarlendir kvikmyndahúsagestir séð myndina frá 12. desember. Franska dreifingarfyrirtækið Jour2féte sér um alheimsdreifingu.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson voru báðar verðlaunaðar á 61. Norrænu kvikmyndadögunum í Lübeck sem lauk um helgina.
Rúnar Rúnarsson var valinn besti leikstjórinn fyrir kvikmynd sína Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni sem fram fór á dögunum. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinar sem verður frumsýnd á Íslandi þann 20. nóovember.
Alls er útlit fyrir að fimm íslenskar bíómyndir verði í sýningum þetta haustið. Héraðið eftir Grím Hákonarson er nýkomin í sýningar, en væntanlegar eru Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Hæ hó Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Gullregn eftir Ragnar Bragason sem kemur rétt eftir áramót. Auk þess verður kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteinsson sýnd á RIFF.
Rúnar Rúnarsson ræðir við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um nýjustu mynd sína, Bergmál, sem nú keppir um Gullna hlébarðann á Locarno hátíðinni í Sviss.
"Um leið og áhorfendur leggja allar væntingar um hefðbundna frásagnarfléttu til hliðar munu þeir geta kafað djúpt í þennan hjartnæma bútasaum þar sem íslenskt samfélag er aðalpersónan," segir Jay Weissberg gagnrýnandi Variety um Bergmál Rúnars Rúnarssonar, sem nú er sýnd á Locarno hátíðinni.
Allan Hunter gangrýnandi Screen skrifar um Bergmál Rúnars Rúnarssonar sem er nú sýnd á Locarno hátíðinni. Hunter segir hana meðal annars fanga tilfinningu fyrir því hvernig við lifum nú á dögum.
Bergmál Rúnars Rúnarssonar tekur þátt í aðalkeppni kvikmyndahátíðinnar í Locarno í Sviss. Þetta var tilkynnt fyrr í dag. Bergmál mun keppa þar um Gyllta hlébarðann, aðalverðlaun hátíðarinnar. Locarno er ein af virtustu kvikmyndahátíðum Evrópu.
Bergmál, nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem er nú í þróun, er eitt af fimmtán verkefnum sem hefur verið valið til þátttöku á Cannes Atelier sem er vettvangur fyrir leikstjóra og framleiðendur verkefnanna sem miðar að því að hjálpa við taka næstu skref í að koma verkefninu af stað, t.a.m. með því að standa fyrir fundum með mögulegum fjármögnunaraðilum.
Bergmál, nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem er nú í þróun, hefur verið valin til þátttöku í Coproduction Village, samframleiðslumarkaði kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi sem fram fer uppúr miðjum desember. Frumraun Ólafar Birnu Torfadóttur, Hvernig á að vera klassa drusla, hefur einnig verið valin í hliðarprógramm sem helgað er fyrstu myndum leikstjóra.
Í nýju sérhefti Variety sem helgað er þeim kvikmyndum sem taka þátt í Óskarsvalinu á erlendri kvikmynd ársins er Þrestir Rúnars Rúnarssonar meðal þeirra sjö mynda sem þykja eiga mesta möguleika úr hópi evrópskra.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar hefur verið tilnefnd fyrir Íslands hönd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar er á meðal þeirra fimmtíu kvikmynda sem eru í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Listinn yfir myndirnar í forvalinu var opinberaður í gær.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar vann um helgina til sérstakra dómnefndarverðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu, sem fram fór í Cluj-Napoca í Rúmeníu. Þetta eru sjöundu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar á árinu en jafnframt sautjándu alþjóðlegu verðlaunin síðan myndin var frumsýnd í september í fyrra.