Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson keppa um titilinn Norræn heimildamynd ársins á Nordisk Panorama. Gullregn Ragnars Bragasonar hefur verið valin á Toronto hátíðina.
Bergmál Rúnars Rúnarssonar er tilnefnd fyrir Íslands hönd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilkynnt var um þær fimm kvikmyndir sem hljóta tilnefningu að þessu sinni á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í dag. Verðlaunin verða afhent þriðjudaginn 27. október næstkomandi í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík.
Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson er nú í boði á efnisveitunni MUBI og af því tilefni skrifar Ellen E. Jones, gagnrýnandi The Guardian, um myndina. Hún segir hana meðal annars upprennandi öðruvísi jóla-klassík.
Kvikmyndin Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson vann aðalverðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni Gyllti hrafninn sem fór fram dagana 9. - 15. mars í Anadyr í Rússlandi.
"Djörf og flott tilraun og heildarútkoman er einkar áhrifarík,“ segir Heiða Jóhannsdóttir gagnrýnandi Menningarinnar á RÚV um Bergmál Rúnars Rúnarssonar.
"Rúnar Rúnarsson gefur fullkominn skít í hefðbundinn frásagnarhátt og ævafornar reglur Aristótelesar í þeim efnum með djarfri tilraun sem gerir talsverðar kröfur til áhorfenda sem uppskera ríkulega ef þeir nenna að leggja sitt af mörkum til verksins," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu í 4 stjörnu dómi um Bergmál.
"Hún er flókin að því leyti að hún er afar merkingarþrungin, áhorfandinn kynnist mörgum ólíkum sjónarhornum og þarf að raða þeim saman," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Bergmál Rúnars Rúnarssonar.
„Það er reisn og fegurð yfir öllum manneskjunum í myndinni, sjónarhornið er ekki hlutlaust, þrátt fyrir að leikstjórinn leitist ef til vill við að rannsaka mannlegt eðli líkt og mannfræðingur eða sálgreinandi,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir í Lestinni á Rás 1 um kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Bergmál.
Bergmál Rúnars Rúnarssonar er frumsýnd í Senubíóunum í dag, en myndin hefur nú verið seld til tíu landa. Nýlega var gengið frá dreifingu myndarinnar í tuttugu og fimm kvikmyndahúsum í Hollandi og geta þarlendir kvikmyndahúsagestir séð myndina frá 12. desember. Franska dreifingarfyrirtækið Jour2féte sér um alheimsdreifingu.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson voru báðar verðlaunaðar á 61. Norrænu kvikmyndadögunum í Lübeck sem lauk um helgina.
Rúnar Rúnarsson var valinn besti leikstjórinn fyrir kvikmynd sína Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni sem fram fór á dögunum. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinar sem verður frumsýnd á Íslandi þann 20. nóovember.
Alls er útlit fyrir að fimm íslenskar bíómyndir verði í sýningum þetta haustið. Héraðið eftir Grím Hákonarson er nýkomin í sýningar, en væntanlegar eru Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Hæ hó Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Gullregn eftir Ragnar Bragason sem kemur rétt eftir áramót. Auk þess verður kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteinsson sýnd á RIFF.
Rúnar Rúnarsson ræðir við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um nýjustu mynd sína, Bergmál, sem nú keppir um Gullna hlébarðann á Locarno hátíðinni í Sviss.
"Um leið og áhorfendur leggja allar væntingar um hefðbundna frásagnarfléttu til hliðar munu þeir geta kafað djúpt í þennan hjartnæma bútasaum þar sem íslenskt samfélag er aðalpersónan," segir Jay Weissberg gagnrýnandi Variety um Bergmál Rúnars Rúnarssonar, sem nú er sýnd á Locarno hátíðinni.
Allan Hunter gangrýnandi Screen skrifar um Bergmál Rúnars Rúnarssonar sem er nú sýnd á Locarno hátíðinni. Hunter segir hana meðal annars fanga tilfinningu fyrir því hvernig við lifum nú á dögum.