HeimEfnisorðRúnar Rúnarsson

Rúnar Rúnarsson

Versatile Films selur „Þresti“, Íslandsfrumsýning á RIFF

Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér söluréttinn á Þröstum Rúnars Rúnarssonar. Staðfest hefur verið að myndin verði frumsýnd á Íslandi á RIFF hátíðinni þann 30. september.

„Þrestir“ heimsfrumsýnd á Toronto, „Hrútar“ einnig valin

Þrestir Rúnars Rúnarssonar verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni sem fram fer dagana 10.-20. september. Myndin verður í kjölfarið sýnd á San Sebastian hátíðinni á Spáni eins og áður hefur komið fram. Hrútar Gríms Hákonarsonar hefur einnig verið valin á hátíðina en báðar myndirnar verða sýndar í Contemporary World Cinema flokknum.

„Þrestir“ Rúnars Rúnarssonar á San Sebastian

Þrest­ir Rúnars Rúnarssonar hef­ur verið val­in til þátt­töku í aðal­keppni San Sebastian hátíðar­inn­ar sem fram fer 18.-26. sept­em­ber. Myndin verður að líkindum frumsýnd á Íslandi á RIFF en almennar sýningar hefjast 16. október.

„Þrestir“ Rúnars Rúnarssonar í tökur 14. júlí

Tökur munu að mestu leyti fara fram á Vestfjörðum. Danska framleiðslufyrirtækið Nimbus framleiðir í samvinnu við Pegasus. Atli Óskar Fjalarsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson fara með aðalhlutverkin.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR