Variety telur “Þresti” eiga möguleika í Óskarnum

threstir-varietyÍ nýju sérhefti Variety sem helgað er þeim kvikmyndum sem taka þátt í Óskarsvalinu á erlendri kvikmynd ársins er Þrestir Rúnars Rúnarssonar meðal þeirra sjö mynda sem þykja eiga mesta möguleika úr hópi evrópskra.

Í heftinu er farið í gegnum svæði heimsins og skoðaðar helstu myndirnar frá hverju þeirra fyrir sig. Ummæli Variety má sjá hér fyrir neðan, en athygli vekur að þetta er þriðja árið í röð sem stóru erlendu kvikmyndafagmiðlarnir telja íslenska kvikmynd eiga möguleika í Óskarsvalinu – í fyrra voru það Hrútar og þar áður Hross í oss.

Sýningar á Þröstum vegna Óskarsforvalsins fara fram í nóvember og desember í Los Angeles. Fyrir nokkru samþykkti ríkisstjórnin sérstaka fjárveitingu til myndarinnar vegna Óskarsvalsins.

 

Athugasemdir

álit

Um höfundinn
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

Tengt efni