Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.
Í nýju sérhefti Variety sem helgað er þeim kvikmyndum sem taka þátt í Óskarsvalinu á erlendri kvikmynd ársins er Þrestir Rúnars Rúnarssonar meðal þeirra sjö mynda sem þykja eiga mesta möguleika úr hópi evrópskra.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar hefur verið tilnefnd fyrir Íslands hönd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar er á meðal þeirra fimmtíu kvikmynda sem eru í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Listinn yfir myndirnar í forvalinu var opinberaður í gær.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar vann um helgina til sérstakra dómnefndarverðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu, sem fram fór í Cluj-Napoca í Rúmeníu. Þetta eru sjöundu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar á árinu en jafnframt sautjándu alþjóðlegu verðlaunin síðan myndin var frumsýnd í september í fyrra.
Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson mun keppa um bestu alþjóðlegu myndina á Edinborgarhátíðinni sem fram fer dagana 15.-26. júní. Blóðberg eftir Björn Hlyn Haraldsson verður einnig á hátíðinni í European Perspectives flokknum, ásamt Þröstum.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar hefur sópað að sér verðlaunum á alþjóðlegum hátíðum undanfarnar vikur. Um síðustu helgi hlaut hún aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Prag í Tékklandi, um þar síðustu helgi dómefndarverðlaunin í Mamers í Frakklandi og þar áður aðalverðlaun alþjóðlegu hátíðarinnar Spirit of Fire sem fram fór í borginni Khanty-Mansiysk í Síberíu, Rússlandi. Þrestir hefur nú unnið til alls 16 alþjóðegra verðlauna.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar hlaut FIPRESCI verðlaun Alþjóðasamtaka kvikmyndagagnrýnenda á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í kvöld. Myndin var einnig valin úr hópi tíu mynda til að taka þátt í Scope 100 verkefninu svokallaða sem snýst um nýja nálgun í dreifingu evrópskra mynda. Henni verður því dreift í kvikmyndahúsum í Noregi og Ungverjalandi.
Gautaborgarhátíðin, stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, stendur nú yfir. Fjöldi íslenskra mynda tekur þátt í hátíðinni. Þrestir Rúnars Rúnarssonar keppir um Drekaverðlaunin fyrir leiknar myndir og The Show of Shows Benedikts Erlingssonar keppir um Drekann í flokki heimildamynda.
2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).
Þrestir Rúnars Rúnarssonar unnu til fernra verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Les Arcs í frönsku ölpunum. Myndin var valin besta mynd hátíðarinnar, Atli Óskar Fjalarsson var valinn besti leikarinn, þá var myndataka Sophiu Olsson verðlaunuð og myndin fékk auk þess pressuverðlaunin.
Veðrabrigði, heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, sem frumsýnd var 26. nóvember í Bíó Paradís, hefur fengið ágæta aðsókn. Everest Baltasars verður líklega stærsta bíómynd ársins hér á landi og er komin yfir 200 milljónir dollara í tekjur á heimsvísu. Hrútar Gríms Hákonarsonar verður mest sótta íslenska kvikmyndin á árinu og Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum er stærsta heimildamynd ársins og einnig hin síðari ár, með yfir þrjú þúsund gesti.
Þrestir, nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar,var um helgina verðlaunuð á Kvikmyndahátíðinni í Þessalóníku í Grikklandi fyrir framúrskarandi listrænt framlag.
Rúnar Rúnarsson leikstjóri og handritshöfundur Þrasta er í viðtali við IndieWire þar sem hann fjallar um stuttmyndir sínar og hvernig hann nýtti sér reynslu sína af kvikmyndahátíðum við undirbúning bíómynda sinna.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar var valin besta leikna myndin í flokki nýrra leikstjóra á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu. Einnig hlaut hún verðlaun fyrir besta handrit. Alls voru 13 íslenskar kvikmyndir í fullri lengd sýndar á hátíðinni.