HeimFréttir"Þrestir" og "Hrútar" á Cannes?

„Þrestir“ og „Hrútar“ á Cannes?

-

Rúnar Rúnarsson leikstjóri og handritshöfundur.
Rúnar Rúnarsson leikstjóri og handritshöfundur.

Nú þegar hyllir undir lok Berlínarhátíðarinnar, þar sem Fúsi Dags Kára hefur gert gott mót, eru kvikmyndamiðlar farnir að spá í Cannes hátíðina sem fram fer í maí.

Cineuropa tínir til fjölda mynda sem taldar eru eiga möguleika á að komast í opinbert val hátíðarinnar. Meðal þeirra sem vefurinn telur rétt að hafa auga með er Þrestir Rúnars Rúnarssonar, sem nú er í eftirvinnslu, en fyrsta bíómynd hans Eldfjall var frumsýnd í Cannes á sínum tíma auk þess sem stuttmynd hans Síðasti bærinn hlaut þar verðlaun.

Þá nefnir Cineuropa einnig mynd Gríms Hákonarsonar, Hrúta, sem mynd með möguleika. Sú mynd er einnig í eftirvinnslu en vetrartökum á henni lauk í janúar.

Sjá nánar hér: The Croisette comes into focus – Cineuropa.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR