Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, var valin besta stuttmyndin á SPOT kvikmynda- og tónlistarhátíðinni í Árósum í Danmörku sem fram fór 30. apríl til 3. maí. Myndin hlaut einnig sérstök dómnefndarverðlaun á Minimalen stuttmyndahátíðinni í Þrándheimi í Noregi dagana 22. til 26 apríl.
Hulda G. Geirsdóttir fjallaði um Bakk Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar í Popplandi Rásar 2 og segir myndina hlýlega, skemmtilega og fyrirtaks afþreyingu fyrir fólk á flestum aldri.
Valur Gunnarsson skrifar í DV um kvikmynd Davíðs Óskars Ólafssonar og Gunnars Hanssonar, Bakk - og segir hana mögulega virka fyrir einhverja sem létta og skemmtilega sumarskemmtun.
Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í dag. Meðal mynda sem sýndar eru á hátíðinni er Hrútar Gríms Hákonarsonar. Myndina hér að ofan birtir Grímar Jónsson framleiðandi myndarinnar á Facebok síðu sinni og sýnir hún frá opnunarhátíðinni. Þá var plakat Hrúta jafnframt opinberað í dag og má sjá það hér.