Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í Bíó Paradís dagana 19.-29. mars. Þetta er í þriðja skiptið sem hátíðin er haldin. Sýndar verða verðlaunamyndir víðs vegar að úr heiminum sem og klassískar íslenskar barnamyndir. Næsta kynslóð kvikmyndagerðarmanna og kvikmyndaunnenda munu hafa tækifæri á að kynnast hvernig kvikmyndir og teiknimyndir verða til, upplifa leiklist fyrir kvikmyndir ásamt því að njóta fjölbreyttra alþjóðlegra barnakvikmynda.
Ágúst Jakobsson tökumaður mundar linsuna í hinni blóði drifnu hasarmynd Sword of Vengeance. Ný stikla hefur nú verið opinberuð en myndin er frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudag.