Ragnar Bragason í tökur á nýrri mynd í haust

bíóbyssa

Ragnar Bragason hyggst ráðast í tökur á nýrri mynd í haust – án veganestis frá Kvikmyndasjóði.

Hann tilkynnir þetta á Facebook síðu sinni svohljóðandi og birtir með myndina hér að ofan:

Ég ætla að gera low / no budget kvikmynd í fullri lengd síðar á árinu og leita að samstarfsfólki í allar stöður. Mikilvægt er að fólk hafi brennandi ástríðu fyrir kvikmyndagerð og langi að framkvæma hluti utan kassans. Hefðbundin fjármögnun stendur ekki til boða vegna þess að vinnuaðferð verksins (þróuð útgáfa af þeirri sem ég nýtti í Börn & Foreldrar) samræmist ekki reglugerðum kvikmyndasjóða. Áhugasöm sendi mér skilaboð á bragasonragnar@gmail.com.

Ragnar sagðist ekki hafa neitt frekara um málið að segja að þessu sinni.

Ragnar Bragason.
Ragnar Bragason.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR