Heimildamyndin A Song Called Hate eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur var í dag valin besta heimildamyndin í flokki lengri mynda á SeeYouSound tónlistarkvikmyndahátíðinni sem fram fer á Ítalíu. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, en sýningar hefjast á henni í kvöld í Háskólabíói.
Rektor Listaháskóla Íslands fagnar ákvörðun um að kvikmyndanám á háskólastigi verði í skólanum, það verði greininni til framdráttar að komast á háskólastig. Námið eigi að geta hafist næsta haust, þrátt fyrir skamman fyrirvara. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Menntamálaráðuneytið hefur svarað bréfi hóps fagaðila þar sem spurt var um stöðu háskólanáms í kvikmyndagerð. Í svarbréfinu kemur fram að ráðherra hafi nýlega ákveðið að semja við Listaháskóla Íslands um að skólinn annist kvikmyndanám á háskólastigi.
Menningin á RÚV fjallaði um þáttaröðina Vitjanir og ræddi við aðalleikkonuna Söru Dögg Ásgeirsdóttur, handritshöfundana Völu Þórsdóttur og Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og leikstjórann Evu Sigurðardóttur. Þættirnir, sem Glassriver framleiðir, verða sýndir á RÚV næsta vetur.
„Mér líður stórkostlega. Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið svífandi í dag,“ segir Gísli Darri Halldórsson í viðtali við RÚV. Teiknimynd hans,...
Teiknimyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er á stuttlista Bandarísku kvikmyndaakademíunnar yfir stuttar teiknimyndir sem til greina koma vegna Óskarsverðlauna.
Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson er komin í Sjónvarp Símans Premium en verður einnig sýnd í opinni dagskrá fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20:35 í Sjónvarpi Símans.
Nordic Film Market, sem er hluti Gautaborgarhátíðarinnar, fór fram á netinu að þessu sinni. Metfjöldi bransafólks tók þátt, eða 734 frá 46 löndum. Ánægja ríkir með fyrirkomulagið og Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson var meðal þeirra verkefna sem vöktu umtal, segir í frétt Nordic Film and TV News.
Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og hyggst gera mynd eftir henni á næsta ári. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Sýningar hefjast í dag á frumraun Ólafar Birnu Torfadóttur, Hvernig á að vera klassa drusla. Upphaflega stóð til að myndin kæmi út fyrir ári síðan, en sökum faraldursins var frumsýningu frestað ítrekað. Fréttablaðið ræddi við Ólöfu um verkið.
Sagafilm og þýska framleiðslufyrirtækið Splendid Films hyggjast gera kvikmynd eftir spennusögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölin, sem kom út 1999. Marteinn Þórisson skrifar handrit og Ralph Christians er meðal framleiðenda. Leikstjóri er ekki nefndur. Variety skýrir frá.