spot_img

[Stikla] Bíómyndin HOTEL SILENCE frumsýnd, byggð á ÖR eftir Auði Övu

Bíómyndin Hotel Silence í leikstjórn Léu Pool, sem gerð er eftir skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ör, var frumsýnd í hinu sögufræga Outremont kvikmyndahúsi í Montréal í Kanada í gærkvöldi fyrir fullu húsi.

Segir í tilkynningu frá Benedikt bókaútgáfu að myndin hafa hlotið frábærar viðtökur áhorfenda í salnum og standandi lófatak. Myndin er á frönsku og var tekin upp í Kanada og í Suður-Frakklandi á síðasta ári. Framleiðendur eru kanadískir og svissneskir.

Stiklu má skoða hér að neðan, en hún er á frönsku án texta.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR