Gagnrýni | Oh Boy!

Þetta er svona mynd sem manni ætti að leiðast en einhvernveginn gerist það ekki alveg. Niko er dálítið þjakaður af tilvist sinni og dálítið að kikna undir tilgangsspurningunni sem hann klunkast áfram með eins og fótajárn. Í einn dag og eina nótt sjáum við hann sveima. Norðurland er horfið og hann á hvergi heima. Hann er hættur í námi en lifir á peningum föðurs síns, það hefur gert honum sveimið kleift því það er eiginlega ekkert að hjá honum nema leti og leiði. Rauður þráður er leitin að kaffibolla sem stöðugt gengur honum úr greipum, sem og glíma við ferkantað fólk í einhverskonar valdastöðum – þetta rímar reyndar ágætlega við þann innri vanda sem hrjáir hann; flóttann frá afstöðu til

Maguire og Zwick við tökur á mynd um einvígi Fischer og Spassky

Tökur á kvikmyndinni Pawn Sacrifice (Peðfórn) í leikstjórn Edward Zwick (Blood Diamond, The Last Samurai ofl.) eru hafnar og fara að hluta fram hér á landi. Myndin fjallar um hið sögulega "einvígi aldarinnar" þegar Boris Spassky og Bobby Fischer mættust í Reykjavík sumarið 1972 og kepptu um heimsmeistaratitilinn í skák.
Posted On 07 Oct 2013