Maguire og Zwick við tökur á mynd um einvígi Fischer og Spassky

Tobey Maguire leikur Bobby Fischer í Pawn Sacrifice.

Tobey Maguire leikur Bobby Fischer í Pawn Sacrifice.

Tökur á kvikmyndinni Pawn Sacrifice (Peðfórn) í leikstjórn Edward Zwick (Blood Diamond, The Last Samurai ofl.) eru hafnar og fara að hluta fram hér á landi. Myndin fjallar um hið sögulega “einvígi aldarinnar” þegar Boris Spassky og Bobby Fischer mættust í Reykjavík sumarið 1972 og kepptu um heimsmeistaratitilinn í skák.

Edward Zwick leikstjóri.

Edward Zwick leikstjóri.

Íslandstökurnar standa þó aðeins þrjá næstu daga, samkvæmt heimildum Klapptrés og fara fram á Snæfellsnesi. Aðrar tökur fara fram í Kanada.

Tobey Maguire fer með hlutverk Fischer og mun hann vera viðstaddur tökurnar hér. Liev Schreiber leikur Spassky.

Sagafilm þjónustar verkefnið, sem hefur verið lengi í þróun að tilhlutan Maguire og hafa ýmsir leikstjórar verið orðaðir við það gegnum tíðina, t.d. David Fincher. Lionsgate stendur bakvið myndina.

Athugasemdir

álit

Tengt efni