Ásdís Thoroddsen leikstjóri hefur lokið gerð heimildamyndar um lífsbaráttuna á Flateyri. Myndin, sem kallast Veðrabrigði, verður forsýnd í félagsheimilinu á Flateyri næstkomandi laugardag en hún verður jafnframt á dagskrá RÚV í vetur. Hjálmtýr Heiðdal framleiðir myndina.
RIFF stendur fyrir pallborðsumræðum í Norræna húsinu á morgun 1. október kl. 12 þar sem rætt verður um kvikmyndahátíðir með þátttöku þungaviktarfólks af þeim vettvangi; Arnaud Gourmelen, dagskrárstjóra Director’s Fortnight á Cannes, Fredrick Boyer, stjórnanda Tribeca kvikmyndahátíðarinnar, Piers Handling stjórnandaToronto kvikmyndahátíðarinnar og Giorgio Gosetti, stjórnanda Venice Days á Feneyjarhátíðinni og dagskrárstjóra RIFF. Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Toronto stjórnar umræðum.
Þú og ég er ný stuttmynd eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur með Laufeyju Elíasdóttur, Grímu Valsdóttur og Snorra Engilbertssyni í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á Nordisk Panorama og á RIFF en óskar eftir stuðningi á Karolina Fund til að komast á fleiri hátíðir og í almenna dreifingu. Herslumun vantar til að ná takmarkinu en fimm dagar eru til stefnu.
"Hversu mikið getur ein grein endurskapað sjálfa sig? Hefur vestrinn gert og sagt allt sem hann getur?," spyr Atli Sigurjónsson í umsögn sinni um vestrann Slow West sem sýnd er á RIFF.
Allir þátttakendur í pallborðsumræðum sem RIFF hélt í gær undir yfirskriftinni Er íslensk kvikmynd góð fjárfesting? voru sammála um að svo væri ef rétt er að henni staðið. „Ástarævintýrið er hafið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fundarstjóri og átti við samband kvikmyndagerðarmanna og fjárfesta.
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hefur hlotið stuðning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og tökur eru fyrirhugaðar um mitt næsta ár. Framleiðendur eru Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson fyrir Mystery Productions (Á annan veg, Málmhaus, Bakk).
Á málþingi sem RIFF stendur fyrir með yfirskriftinni Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? sagðist Baltasar Kormákur oft hafa lent í miklum vandræðum með íslenska bankakerfið, meðal annars við gerð Ófærðar, þótt myndin hafi notið ýmissa styrkja.
RÚV býður þér að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi þínu þennan dag. Markmiðið er að búa til heimildamynd sem verður svipmynd af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar. Ævar Þór Benediktsson sjónvarpsmaður fer yfir helstu atriði varðandi upphlöðun efnis í stuttu innslagi.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar var rétt í þessu valin besta myndin á San Sebastián kvikmyndahátíðinni. Rúnar veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í kvöld. San Sebastián hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ kvikmyndahátíðum og hafa aðeins örfáar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd unnið til aðalverðlauna á slíkum hátíðum.
RÚV býður þér að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi þínu þennan dag. Markmiðið er að búa til heimildamynd sem verður svipmynd af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar. Brynja Þorgeirsdóttir sjónvarpsmaður fer yfir helstu atriði varðandi beitingu myndavélar og hljóðnema í stuttu innslagi.
Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og formaður FLH (Félags leikskálda og handritshöfunda) var viðstödd afhendingu Evrópsku handritsverðlaunanna á dögunum. Hún segir frá verðlaunahafanum Adam Price, handritshöfundi Borgen og stemmningunni á hátíðinni.
Variety birtir hugleiðingar um mögulegar Óskarstilnefningar og telur Hrúta Gríms Hákonarsonar meðal þeirra mynda sem hvað helst koma til greina sem besta myndin á erlendu tungumáli. Miðillinn telur Everest Baltasars Kormáks einnig eiga möguleika á tilnefningu í ýmsa flokka, þar á meðal bestu mynd og besta leikstjóra.
RÚV býður þér að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi þínu þennan dag. Markmiðið er að búa til heimildamynd sem verður svipmynd af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar. Gísli Einarsson sjónvarpsmaður fer yfir helstu atriði varðandi undirbúning fyrir tökur í stuttu innslagi.