„Everest“ frumsýnd í dag víða um heim

Gengið á fjallið.
Gengið á fjallið.

Sýningar hefjast í dag á Everest Baltasars Kormáks víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Myndin er einnig frumsýnd í 34 öðrum löndum, þar á meðal Bretlandi, Þýskalandi, Spáni, Mexikó og Argentínu auk Bandaríkjanna þar sem hún opnar í 540 IMAX og öðrum risatjaldabíóum en fer svo á þúsundir tjalda viku síðar.

Að sögn Hollywood Reporter er því spáð að myndin gæti halað inn um 6 milljónum dollara í Bandaríkjunum yfir helgina. BoxOfficeMojo spáir henni enn meiri tekjum eða 8.7 milljónum dollara en Deadline bendir á að taki myndin 6-7 milljónir dollara yfir helgina sé það afar gott því það þýði að myndin sé að ná til unglinga í yngri kantinum, en sá hópur er einna duglegastur að sækja kvikmyndahúsin og þá alveg sérstaklega þegar myndir eru nýkomnar út.

Jason Clarke, Ingvar E. Sigurðsson, Josh Brolin, John Hawkes, Robin Wright, Michael Kelly, Sam Worthington, Keira Knightley, Emily Watson og Jake Gyllenhaal fara með helstu hlutverk. Working Title, RVK Studios, Cross Creek Pictures og Walden Media framleiða með Universal, en kostnaður nemur 55 milljónum dollara eða tæpum sjö milljörðum króna.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR