Hermann Aðalsteinsson ritstjóri héraðsfréttavefsins 641.is skrifar um Hrúta Gríms Hákonarsonar í kjölfar Íslandsfrumsýningar myndarinnar í Laugabíói í Bárðardal. Hann er í stuttu máli hæstánægður.
Símon Birgissyni dramatúrg hjá Þjóðleikhúsinu finnst ekki mikið til gagnrýni Kjartans Más Ómarssonar í Fréttablaðinu um Hrúta koma og segir kvikmyndarýni blaðsins hafa "verið útá túni síðan Vonarstræti var sögð besta kvikmynd Íslandssögunnar."
Kjartan Már Ómarsson skrifar um Hrúta Gríms Hákonarsonar í Fréttablaðið og segir meðal annars táknræna merkingarauka fjár vera allt að því ótölulega sem orsaki að djúpt lag þýðingar verði mögulegt í hvert sinn sem fé komi fyrir í mynd eða tali. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm.