Fbl. um „Hrúta“: Dalurinn það er heimurinn

Hrútar Sigurður Sigurjónsson víttKjartan Már Ómarsson skrifar um Hrúta Gríms Hákonarsonar í Fréttablaðið og segir meðal annars táknræna merkingarauka fjár vera allt að því ótölulega sem orsaki að djúpt lag þýðingar verði mögulegt í hvert sinn sem fé komi fyrir í mynd eða tali. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm.

Kjartan segir meðal annars:

Hrútar er saga sem gæti virst léttvæg í fyrstu en þegar grannt er skoðað kemur annað í ljós. Táknrænir merkingaraukar fjár eru allt að því ótölulegir sem orsakar að djúpt lag þýðingar verður mögulegt í hvert sinn sem fé kemur fyrir í mynd eða tali.

Eins hefur maður ávallt ákveðna tilhneigingu til þess að líta á þorpin eða smábæina í hreppamyndum sem einhvers konar smækkaða mynd af stærra samhengi – stílbragð sem lesendur íslenskra bókmennta ættu að kannast við: Sumarhús og Óseyri við Axlarfjörð, svo eitthvað sé nefnt. Í þessu tilfelli væri nærtækt að líta á „Dalinn“ (Bárðardalur) sem jafngildi Íslands alls eða hreinlega heimsins, ef maður kýs að hugsa stórt.

Hvað á þá að ráða í að það er svartur sauður sem hleypir af stað meinsemd svo stráfella þarf allt kvikt í byggðinni? Grímar ku hafa byrjað að vinna að myndinni ekki löngu eftir efnahagshrunið á Íslandi og á undirritaður erfitt með að setja Hrúta ekki í samhengi við þá atburði. Einn svartur sauður verður til þess að þorri manna þarf að fórna öllu því sem hann á og elskar mest. Það leynast hins vegar í það minnsta tvær sögur innan verksins, ein stærri og önnur minni.

Sú stærri tekur til samfélagsins í heild og á við um fyrrnefnda túlkun, en sú síðari á sér stað á persónulegra plani og hverfist um samband bræðra sem hafa ekki talast við í fjörutíu ár þrátt fyrir að búa hlið við hlið. Þar má einnig sjá táknræna túlkunarmöguleika fjárins leika stórt hlutverk.

Sjá nánar hér: Dalurinn það er heimurinn – Vísir

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
Síðasta færsla
Næsta færsla

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR